Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Uppnám í Innri-Njarðvík eftir vopnað rán: „Þá tekur hann upp mjög skrítinn hníf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúum í Innri-Njarðvík er brugðið eftir vopnað rán sem átti sér stað í Stapagrilli á fjórða tímanum í gær. Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu í gær eftir að maður með hettu, sólgleraugu og grímu ógnaði starfsfólki og tók peninga úr sjóðsvél. Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú mannsins en mikill viðbúnaður var á svæðinu í gær.

„Það kemur hingað inn maður eða strákur í svartri úlpu. Hann var með hettu yfir sér, með sólgleraugu og buff eða eitthvað slíkt fyrir nefinu. Hann kemur að afgreiðsluborðinu og stendur þar í smá stund. Þá tekur hann upp mjög skrítinn hníf og plastpoka. Hann teygir hendina í afgreiðslukassann og opnar hann og byrjar að taka peninginn úr kassanum,“ sagði Grétar Þór Grétarsson, eigandi Stapagrills í samtali við Víkurfréttir.

Þegar starfsmaðurinn ætlaði að loka kassanum veifaði maðurinn hnífnum að henni svo hún bakkaði frá honum. „Hann tekur peninginn og hleypur út og fyrir hornið og bak við húsið þar sem hann hverfur sjónum okkar.“ Eins og gefur að skilja var afgreiðslustúlkunni mjög brugðið. Annar starfsmaður á staðnum heyrði lætin og kallaði til lögreglu sem var fljót að mæta á vettvang. Myndband náðist af manninum í öryggismyndavélum og hefur lögregla rætt við vegfarendur sem áttu leið hjá í gær.

Skjáskot úr öryggismyndavél

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -