Sunnudagur 16. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Út með Styrofoam og í endurvinnsluna með plastið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag kom fyrsta samfélagsskýrsla Krónunnar fyrir augu starfsfólks og í henni kemur margt áhugavert fram. Krónan hefur verið framarlega í umhverfismálum og markvisst unnið að því að draga úr notkun plastumbúða, minnka matarsóun og hækka endurvinnsluhlutfall.

Í skýrslunni kemur fram að 90% af verslunum Krónunnar náðu flokkunarmarkmiði fyrir 2020, ári á undan áætlun sem er 68,31% endurvinnsluhlutfall. Þegar kemur að flokkunarmarkmiði fyrir 2021 ná 70% verslana endurvinnsluhlutfallinu 65% eða hærra.

Umhverfið nýtur góðs af þessu og tölurnar tala sínu máli: Árið 2019 minnkaði magn úrgangs til urðunar um 291 tonn. Bylgjupappi og plast sem fór í endurvinnslu nam 1.108 tonnum. Magn lífræns úrgangs jókst, eða um 105 tonn á milli ára og mældist alls rúmlega 363 tonn árið 2019. Sú stefna Krónunnar að verða pappírslaust fyrirtæki er í rétta átt og með því að hætta að senda út prentaðan fjölpóst á heimili hafa sparast 91 tonn af pappír á ári. Hætt var að senda fjölpóst árið 2016.

Plast endurunnið á Íslandi

Veturinn 2018 var Krónu-nautahakk og Krónu-hamborgarar fært yfir í umhverfisvænni umbúðir úr pappa og endurvinnanlegu plasti. Með því sparast um 500.000 plastbakkar árlega. Hið hvimleiða efni Styrofoam, eða einfaldlega frauðplast, er þó enn í einhverjum mæli notað en að sögn Hjördísar Elsu Ásgeirsdóttur, markaðsstjóra Krónunnar, er það eitt af stóru markmiðum ársins að hætta alfarið notkun þess.

Fyrir skemmstu hófst samstarf Krónunnar og Pure North Recycling. Pure North Recycling er staðsett í Hveragerði og er plastendurvinnsla. Nú fer allt plast sem fellur til í verslunum Krónunnar til endurvinnslu. Einnig hefur Krónan verið í samstarfi við fyrirtækið Plastplan og fer plast sem fellur til á Granda til vinnslu þar. Plastplan vinnur úr því nytjahluti sem aftur eru notaðir í rekstri Krónunnar. Fyrsta varan er þegar komin í verslanir, en það eru kassaskiljur.

- Auglýsing -

Með því að endurvinna plast á Íslandi minnkar sannarlega kolefnisfótsporið því annars væri plastið ferjað yfir hafið til endurvinnslu erlendis.

Ertu með ábendingu? Sendu okkur línu. >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -