Laugardagur 22. júní, 2024
9 C
Reykjavik

Vandasamt að kynna nýgerða kjarasamninga vegna COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stéttarfélögin sem undirrituðu kjarasamninga um helgina geta ekki haldið fjölmenna fundi til að kynna samningana, líkt og venjan er. Þau hyggjast í staðinn nota rafrænar leiðir.

Aðildarfélög BSRB skrifuðu undir kjarasamninga fyrir hönd 15.400 manns um helgina. Þar á bæ forðast menn að boða til fjölmennra funda en í venjulegu árferði eru samningar kynntir fyrir framan margmenni á fjölmennum fundum, eða í húsakynnum bandalagsins.
Þær upplýsingar fengust frá skrifstofu BSRB að aðildarfélögin muni sjálf kynna samningana fyrir sínum félagsmönnum. BSRB muni þó grípa til meiri ráðstafana en venjulega. Þannig verði ítarlegar glærur og myndbönd aðgengileg á vef bandalagsins, þar sem samningar eru kynntir.

Margir starfsmenn Landspítalans

Sameyki er stærsta aðildarfélag BSRB. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi Sameykis, segir í samtali við Mannlíf að þar verði einnig gripið til óvenjulegra ráðstafana. „Ég held að þetta sé mómentið sem við förum út í rafrænu leiðirnar,“ segir hún.

Sólveig bendir á að Sameyki sé með um 1.200 manns inni á Landspítalanum. Ekki gangi að boða til fjöldafundar slíks hóps. „Við viljum kynna þetta sem allra best og það er mjög mikilvægt að fólk geti spurt,“ segir hún og bætir við: „Við viljum kynna þetta þannig að við gefum fólki kost á að spyrja.“

Hún segir þó að sjálfsagt fari einhverjir fulltrúar Sameykis inn á stóra vinnustaði og kynni þar þá samninga sem undirritaðir voru um síðustu helgi. „En við ætlum ekki að halda stóra fundi.“

- Auglýsing -

Aðspurð segir hún að venjulega sé boðað til fundar í húsakynnum BSRB og samningar kynntir fyrir framan fjölmenni. Slíkt standi ekki til boða nú. „Við þurfum bara að breyta okkar verklagi.“ Hún segir að atkvæðagreiðsla um samningana verði rafræn, líkt og verið hefur.

Sólveig segir ekkert í lögum félagsins segja til um hvernig standa skuli að kynningum á kjarasamningum. „Við erum stórt félag og eigum í miklum samskiptum við okkar fólk og trúnaðarmenn á okkar vegum.“

Fjallað er um málið í helgarblaðinu Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -