Laugardagur 22. júní, 2024
9 C
Reykjavik

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokks rís upp: „Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi varaþingmaðuir Sjálfstæðisflokksins og forsetaframbjóðandi, lýsti því yfir í gær að hann væri síður en svo hættur að berjast fyrir þeirri hugmyndafræði sem hann lagði upp með í baráttunni um Bessastaði.  Arnar Þór fékk ekki brautargengi í kosningunum og uppskar 5 prósenta fylgi. Áður hafði hann lent upp á kant við forystu Sjálfstæðisflokksins þar sem hann þótt gjarnan vera of róttækur og á skjön við aðra flokksbrodda.

Ég treysti því að verða leiddur

Arnar Þór sendi inn skoðanagrein á Vísi í gær þar sem vart verður annað skilið en svo að hann hyggi á framhaldslíf í stjórnmálum og það verði ekki innan Sjálfstæðisflokksins.

„Í dag hef ég hvílst og fengið fjölmörg símtöl og hvatningarorð sem ég tek með mér inn í framtíðina, hver svo sem sú framtíð verður. Ég treysti því að verða leiddur til þess staðar sem mér er ætlaður,“ skrifar Arnar Þór og tekur síðan dæmisögu af þræl sem sá ljósið.

„Til að afstýra uppreisn meðal þrælanna ákveður þrælahaldarinn að boða til kosninga, þar sem þrælarnir fá að kjósa milli frambjóðenda sem hann hefur sjálfur valið. Frambjóðandi A lofar styttri vinnudegi, frambjóðandi B lofar skárri hádegismat. Með þessu er uppreisninni afstýrt og þrælarnir halda áfram að vinna, því þeir ímynda sér að þeir hafi stjórn á aðstæðum sínum. Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður. Hann stendur upp og varar aðra við því að kjósa A eða B, því þeir geri ekki annað en að sjá til þess að fólkið sé áfram í ánauð, því hvorugur frambjóðandinn hafi neitt fram að færa sem muni leysa þau úr fjötrum. En máttur blekkingarinnar er svo sterkur að þrælarnir, sem ímynda sér að þau hafi raunverulegt val, stimpla Samúel sem hættulegan mann og hann er húðstrýktur til bana fyrir að vilja skaða lýðræðið,“ skrifar Arnar Þór sem lenti upp á kant við forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur ekki fengið brautargengi í flokknum.

Arnar Þór horfir svo yfir landslag stjórnmálaflokka, fjölmiðla og álitsgjafa á Íslandi og veltir fyrir sér hvort þjóðin búi við heilbrigt lýðræði.  „Breytir miklu í reynd hvort við kjósum flokka / frambjóðendur til hægri eða vinstri? Eða vex sérfræðingaveldið / báknið / tækniræðið stöðugt, án tillits til niðurstaðna kosninga? Hver er útgönguleiðin? Ný hugmyndafræði? Stofnun nýs stjórnmálaflokks?“ spyr Arnar Þór í grein sinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -