Fimmtudagur 25. júlí, 2024
11.7 C
Reykjavik

„Veit einhver hvað er í gangi hér?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Veit einhver hvað er í gangi hér? Þetta er á Eiðsgranda.“ Spyr Alda nokkur íbúi Vesturbæjar í hópi hverfisins á Facebook. Með birtir hún eftirfarandi mynd.

Útilistaverkið Sjávarmál.

Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson er snöggur til svars. „Þetta er verk mitt: Við sjóinn. Á að standa til 24.12.2021.“

„Fjölhæfur ertu Jón. Er spýtnaruslið part af programmet ?“ Spyr þá fjölmiðlakonan Hildur Helga Sigurðardóttir.

En tónlistarmaðurinn knái ku nú ekki vera höfundur verksins, heldur eru það arkitektarnir Baldur Helgi Snorrason og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund og ber verkið nafnið Sjávarmál. Var verkið valið af sjötíu tillögum sem bárust samkeppni um nýtt útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur, er segir á síðu Listasafns Reykjavíkur.

Þar segir jafn framt.

„Á þeirri hlið listaverksins sem snýr að hafinu er steypt innbjúg skál sem safnar hljóðum hafsins og magnar þau upp með einföldu endurkasti fyrir þann sem stendur fyrir framan skálina. Á þeirri hlið sem snýr að byggð er hrjúfur veggur þar sem íslensk heiti fyrir hafið eru letruð. Áhrif loftslagsbreytinga á hafið eru höfundum hugleikin og verkinu er ætlað að bjóða upp á tækifæri fyrir þá sem eiga leið hjá til að staldra við, upplifa krafta hafsins og hlusta eftir því náttúran hefur að segja okkur.“

- Auglýsing -

Hvort spýtnabrakið sé hluti af verkinu stendur þó enn eftir ósvarað.

Virðist fólk hafa misjafna skoðun á verkinu. „Lofar góðu! Lítur vel út,“ skrifar einn. Á meðan Óla nokkrum finnst það ætti heldur að vera stytta af rithöfundinum og skáldinu Þórbergi Þórðarsyni á þessum stað.

„Þarna á að vera stytta af Þórbergi því þarna ætlaði hann að drekkja sér vegna fátæktar kaldan vetrardag 1912 , en gat það ekki , því honum var svo kalt. Svo mætti láta hið ódauðlega kvæði hans um Setjarnarnesið fylgja með í steini: „Seltjarnarnesið er lítið og lágt.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -