Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Verð á mat hækkar gríðarlega á sama tíma og velta verslana eykst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vörukarfan hækkaði um 0,5%-2,6% í matvöruverslunum frá því í maí, samkvæmt verðlagskönnun ASÍ og leggst ofan á miklar hækkanir sem urðu á tímabilinu maí 2019 til maí 2020. Í þessari nýjustu könnun voru aðeins skoðaðar verðbreytingar milli verðmælinga og því ekki um beinan verðsamanburð að ræða, það er að segja, hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna.

„Matvara er búin að hækka gríðarlega á einu ári,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Auður segir verð hafa rokið upp eftir COVID.

Verðbreytingar voru skoðaðar í eftirfarandi verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland og Krambúðinni. Kemur í ljós að karfan hækkaði mest í Nettó um 2,6%. Munar þar mestu um hækkun drykkjarvara 5,6% og hækkun á mjólkurvörum og ostum, 5,1%. Næst mest hækkaði vörukarfan í Bónus, 2,4% en þar hækkuðu grænmeti og ávextir mest eða um 6,8% og þá hækkuðu mjólkurvörur og ostar um 4,5%. Minnst hækkaði vörukarfan í Hagkaup, 0,5% en þar lækkaði verð á kjötvöru um 1,8% milli mælinga. Vörukarfan endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis.

Af lágvöruverðsverslununum Bónus, Krónunni og Nettó hækkaði verð minnst í Krónunni, um 1,5% samanborið við 2,4% verðhækkun á vörukörfunni í Bónus og 2,6% í Nettó. Ef litið er til annara verslana sem teljast ekki til lágvöruverðsverslana og eru ýmist með lengri opnunartíma eða eru staðsettar á fleiri stöðum á landinu má sjá að vörukarfan í Iceland hækkar mest eða um 2,1% samanborðið við 1,8% hækkun á vörukörfunni í Kjörbúðinni og 1,7% í Krambúðinni.

Þá urðu mjög miklar verðhækkanir á grænmeti og ávöxtum í vor eftir að Covid-faraldurinn fór af stað og í síðustu verðmælingu sem náði yfir heilt ár mátti sjá að grænmeti hafði í mörgum tilfellum hækkað í kringum 20%.“

- Auglýsing -

Ef síðasta verðmæling verðlagseftirlitsins sem náði yfir tímabilið maí 2019- maí 2020 má sjá að vörukarfan hækkaði um 2,3%-15,6% í matvöruverslunum.

Velta matvöruverslana hefur aukist um 21%

- Auglýsing -

Auður segir marga þætti hafa áhrif á verðlag og þó að einhverju leiti megi skella skuldinni á veikara gengi krónunnar sé dæmið ekki svo einfalt. Fleiri þættir spili inn í sem mikilvægt sé að halda til haga. „Velta matvöruverslana hefur t.d. aukist gríðarlega eða um 21% á einu ári og væntanlega meira í einstökum verslunum. Þessa miklu aukningu má rekja til þess að fólk borðar í meira mæli heima og fer síður á veitingastaði og borðar í mötuneytum á vinnustöðum.

Þá ættu fleiri þættir að vera til þess fallnir að vinna á móti verðhækkunum. Vextir hafa t.d. haldist lágir og verð á bensíni hefur lækkað. Því mætti ætla að verslanir hefðu svigrúm til að hækka ekki verð,“ segir Auður og segir að lokum að ef meiri samkeppni væri milli verslana væri hvati til að halda aftur af verðhækkunum.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -