Þriðjudagur 25. júní, 2024
7.1 C
Reykjavik

Vetrarólympíuleikar fatlaðra 2022 settir – Hilmar Snær eini þátttakandi Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Opnunarhátið Vetrarólympíuleika fatlaðra 2022, fór fram í höfuðborg Kína, Peking í dag. Það var Hilmar Snær Örvarsson sem var fánaberi Íslands sem var tólfta landið í innmarseringarröðinni.

Fram kemur á hvatisport.is að um sé að ræða aðrir leikar Hilmars á ferlinum en hann tók þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum árið 2018 en í bæði skiptin hefur hann verið eini fulltrúi Íslands og fánaberi á leikunum.

Athöfnin var hin glæsilegasta.
Ljósmynd: hvatisport.is skjáskot

Ólympíuleikarnir eru haldnir í skugga innrásar Rússlands sem með athæfi sínu braut friðarsamkomulag Ólympíuleikanna en á síðustu stundu var ákveðið að leyfa Rússum ekki að keppa á leikunum.

Setningarathöfnin var glæsileg eins og við var að búast en þar tók fjöldi kínverskra afreksmanna úr röðum fatlaðra, þátt í athöfninni. Forseti IPC, Andrew Parsons sagði m.a. í ræðu sinni við hátíðina að 21. öldin væri tími samræðu og háttvísi, ekki stríðs og haturs og að friðarsáttmáli Ólympíuleikanna og Paralympics yrði að virða.

Stund milli stríða.
Ljósmynd: hvatisport.is skjáskot

Peking varð með setningarathöfninni, fyrsta borg heimsins til að halda bæði Sumar- og vetrarleika en setningarhátíðin fer fram í hina fræga Fuglshreiðri. Þrjár þjóðir munu keppa í fyrsta skiptið en það eru Aserbaídjan, Ísrael og Púertó Ríkó.

Á morgun hefjast leikar en þá verður keppt í alpagreinum, skíðaskotfimi, íshokký og hjólastóla-krullu. Skíðamaðurinn Hilmar Snær frá Víkingi mun keppa í stórsvigi 10. mars og í svigi 12. mars. Hilmir og fylgdarhópur hans er svo væntanlegur aftur heim þann 15. mars.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -