Sunnudagur 16. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

„Við höfum dregist mjög aftur úr í launum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalheiður Ámundadóttir, blaðakona á Fréttablaðinu, birtir færslu á Facebook um verkfall blaðamanna sem hófst nú klukkan 10:00.

 

Í færslunni segir Aðalheiður fæsta blaðamenn fara í blaðamennsku vegna launanna en að nú sé kominn tími til að krefjast leiðréttingar.

„Fæst okkar fóru í blaðamennsku fyrir peninginn heldur erum við ein margra stétta sem störfum af hugsjón og höfum það markmið að gera samfélaginu gagn. Þótt við höfum fjallað um kjarabaráttu allra annarra stétta og ættum að þekkja til, þá er langlundargeð okkar gagnvart eigin kjörum ótrúlega mikið,“ skrifar Aðalheiður meðal annars.

„Við höfum dregist mjög aftur úr í launum og höfum ekki fengið leiðrétta þá skerðingu á launakjörum sem stéttin tók á sig eftir efnahagshrunið. Eftir eitt ár í starfi fær blaðamaður með BA próf 400 þúsund krónur í laun á mánuði samkvæmt taxta. Við viljum hífa þá fjárhæð upp í 442 þúsund eins og samið var um við Birting og aðra miðla og við krefjumst leiðréttingar upp launatöfluna,“ bætir hún við.

Í færslunni kemur Aðalheiður einnig inn á vinnuálagið sem fylgir gjarnan blaðmennskustarfinu. „Blaðamenn fara hins vegar sjaldnast heim þegar umsömdum vinnutíma líkur og við hættum ekki að vinna þótt heim sé komið. Mörg okkar vinna tugi yfirvinnutíma í mánuði sem við fáum aldrei greidda.“

Færslu Aðalheiðar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Mynd / Rut Sigurðardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -