Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

„Við Miðflokksfólkið höfum ekki farið fram á dagskrárvald“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, gerði viðbrögð vegna málþófs flokksins í máli þriðja orkupakkans að umfjöllun í eldhúsdagsumræðum.

„Á Alþingi Íslendinga gilda ákveðnar leikreglur. Forseti hvers tíma ræður dagskrá og afhendir engum dagskrávald. Við Miðflokksfólkið höfum ekki farið fram á dagskrárvald. Við höfum ekki fengið það. Við höfum hins vegar boðist til að greiða götu annarra mála á þinginu undanfarið. Það hefur ekki verið þegið. Þingfundir hafa staðið að áður óþekktri lengd við litla aðstoð,“ sagði Þorsteinn.

Hann sagði umræðu Miðflokksins hafa skilað vitneskju sem ekki var vituð áður. „Fyrir framlagningu þingsályktunar um þriðja orkupakkann vissum við ekki að VG, Vinstri græn, væru helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlindar þjóðarinnar. Við vissum heldur ekki þá að Vinstri græn vildu stuðla að því að hér á landi yrðu reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir víða um land með tilheyrandi náttúruspjöllum. Við vissum heldur ekki þá að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokkstofnanna sinna um málið. Við vissum ekki fyrir tíu dögum að orkupakki fjögur væri tilbúinn en við vitum það núna. Við vissum ekki fyrr tíu dögum að fullfjármagnaður sæstrengur væri tilbúinn svo að segja í bakgarðinum okkar á vegum stórfyrirtækis sem segir á heimasíðunni sinni að fyrirtækið sé í góðu talsambandi við ráðherra í öllum ríkisstjórnaflokkunum og að stuðningur við verkefnið sé að aukast þverpólitískt. Við vissum ekki að sú skoðun um að sú skoðun væri almenn meðal færustu lögmanna að fyrirvarar í þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar væru ónýtir. Við vitum það núna. Við vissum ekki fyrir tíu dögum að stjórnlagadómstóll Noregs myndi taka fyrir innsetningu þar í september næstkomandi vegna innleiðingu þriðja orkupakkans. Allt þetta vitum við nú að loknum þeim umræðum sem átt hafa sér stað undanfarið og dýpkað hafa skilning og þekkingu á málinu. Við vitum hins vegar ekki enn hví lág svo á að keyra þetta í gegnum þingið í andstöðu meirihlutavilja þjóðarinnar.“

Þorsteinn sagði samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar æsa upp allt það versta í fari flokkanna. Þá hét Þorsteinn því að Miðflokkurinn muni berjast af sama krafti aftur ef hagsmunir þjóðarinnar eru undir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -