Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Viðar spyr „hvort það beri að láta fatlað fólk leika fatlaðar persónur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikstjórinn Viðar Víkingsson skrifar á samfélagsmiðli að „sú ákvörðun Balta að láta Egil Ólafsson leika í mynd sinni þrátt fyrir að hann eigi við Parkinson að stríða hlýtur að rifja upp nýlegar vangaveltur fólks um hvort það beri að láta fatlað fólk leika fatlaðar persónur. Og hvort það sé siðferðilega rétt að sýna fólk sem er á einhvern hátt hamlað.“

Bætir við:

„Þegar Halldór Laxness varð áttræður 1982 var mér falið af hálfu RÚV að vinna um hann þrjá þætti sem pródusent. Einn þeirra byggðist á viðtölum við fólk sem hafði haft kynni af honum á lífsleiðinni. Þar fannst mér áríðandi að mynda samferðamenn hans frá fornu fari sem enn voru þá á lífi, Jón Helgason, Kristján Albertsson og Ragnar í Smára. En Ragnar var kominn með Parkinson. Engu að síður tókum við upp viðtal við hann, þótt hann ætti erfitt með að klára sumar setningar.“

Viðar segir að „eftir sýningu þáttarins skömmuðu mig sumir, töldu að þetta hefði verið niðurlægjandi fyrir Ragnar og skapað um hann rangar minningar.

Um líkt leyti var ákveðið að taka upp viðtal við Svavar Guðnason listmálara sem birta átti í vikulegum menningarþætti sem hét Vaka. Þetta viðtal hafði verið kynnt í dagblöðum áður en það hafði verið tekið upp. En þegar við Halldór Björn Runólfsson listfræðingur hittum svo Svavar uppgötvuðum við að hann var kominn með Alzheimer. Það hafði enginn sagt okkur.“

Viðar segir að svör Svavars hafi verið „mjög út í bláinn. En hann gat enn málað. Svo „viðtalið“ varð á endanum myndskeið af Svavari að mála með strengjakvartett eftir Beethoven á hljóðrásinni; það kom ekki annað til greina en að sýna það fyrst það hafði verið kynnt í blöðunum.

- Auglýsing -

Eftir sýningu þáttarins var töluvert hnussað yfir þessu einkennilega viðtali úti í bæ. Auðvitað máttum við alls ekki segja frá því hvernig á því stóð að það leit svona út.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -