Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Krafa um að fólk í fjölbýli fái að hafa hunda og ketti: Bannið kemur verst niður á fátæku fólki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það liggur í hlutarins eðli að þetta kemur harkalegast niður á fátæku fólki sem á ekki val um að búa í einbýlishúsi eða íbúð með sérinngangi,“ segir í áskorun fólks sem sem stendur að kröfu um að fólk í fjölbýli fái að halda gæludýr án þess að fá leyfi annarra íbúa.
Undirskriftasöfnun stendur nú sem hæst þar sem skorað  er á Alþingi að afnema bannið’. Þegar hafa 5200 manns skrifað undir áskorunina.

Sjá hér undirskriftarlista sem er opin til 13.apríl.

„Skoðun okkar er sú að þessi breyting sé jákvæð og til mikilla bóta. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess á fólk að halda hunda og ketti, meðal annars að líkamleg og andleg heilsa fólks sé bættari og það nái sér fyrr eftir veikindi,“ segir í áskoruninni.

Líkt og fram kemur í greinargerð þeirra sem leggja fram frumvarpið getur oft reynst erfitt að afla ,,samþykkis 2/ 3 hluta íbúðareigenda fyrir hunda- eða kattahaldi.

„Gæludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna sinna. Þá standa þeim erfiðir valkostir til boða. Annaðhvort þurfa þeir að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um eða losa sig við gæludýrið sitt. Hér er ekki einungis um að ræða hömlur hvað varðar eignarrétt gæludýraeigenda heldur einnig mismunun og aðför að friðhelgi einkalífs þeirra og sjálfstæði. Það liggur í hlutarins eðli að þetta kemur harkalegast niður á fátæku fólki sem á ekki val um að búa í einbýlishúsi eða íbúð með sérinngangi“. Þar sem málið er til umfjöllunar hjá velferðarnefndinni viljum við undirrituð hvetja nefndina til að samþykkja fyrirliggjandi frumvarp um þessar breytingar á fjöleignarhúsalögunum og að Alþingi samþykki lagabreytinguna á yfirstandandi þingi“.

Frumvarp í þessa veru er til umræðu í velferðarnefnd þar sem lagðar eru til breytingar á lögum um fjöleignarhús er varða dýrahald. Lagt er til að almennt leyfi verði gefið til hunda- og kattahalds í fjöleignarhúsum, að það verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -