Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Vill að Netanjahú verði handtekinn: „Viðbjóðsleg nasistaskrímsli Hamas“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Saksóknari hjá alþjóða sakamáladómstólinn í Haag fer fram á handtökuskipun gegn forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú,

Vill hann einnig að varnarmálaráðherra Ísraels verði tekinn höndum sem og þrír leiðtogar Hamas-samtakanna; mun nefnd dómara við sakamáladómstólinn meta óskir saksóknarans Karim Khan ö og ákveður í framhaldinu hvort handtökuskipun verði gefin út, eins og fram kemur á RÚV.

Áðurnefndur Khan vill að Netanjahú verði handtekinn vegna grunsemda um stríðsglæpi sem og glæpi gegn mannkyninu vegna aðgerða Ísraelshers eftir innrás Hamas í Ísrael þann 7. október síðastliðinn.

Er þetta í fyrsta sinn sem alþjóða sakamáladómstóllinn beinir sjónum sínum að leiðtoga ríkis sem er vinveitt Bandaríkjunum.

Netanjahú sem og varnarmálaráðherrann Yoav Gallant eru grunaðir um að standa að gereyðingu; beita hungri sem stríðsvopni og fyrir að ráðast viljandi að almennum borgurum í átökunum á Gaza.

Þeir þrír Hamas-leiðtogarnir er Khan vill sækja til saka eru Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas á Gaza, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, foringi vopnaðs arms Hamas, og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas.

- Auglýsing -

Kemur fram að á meðal ákæruliða gagnvart leiðtogum Hamas eru morð; gíslataka – nauðganir; og kynferðisofbeldi í varðhaldi.

Sagði Khan í viðtali við fréttastofuna CNN að heimurinn hafi orðið meira en skelfingu lostin þann 7. október síðastliðinn. Hins vegar er Ísrael ekki aðildarríki alþjóða sakamáladómstólsins; en dómstóllinn telur sig þó hafa lögsögu á Gaza, í Austur-Jerúsalem, og á Vesturbakkanum, eftir að leiðtogar Palestínu samþykktu skilmála dómstólsins fyrir níu árum síðan.

Utanríkisráðherra Ísraels, Israel Katz, er ævareiður yfir ákvörðun saksóknara og segir að með því að nefna þá Netanjahú og Gallant í sömu svipan og „viðbjóðsleg nasistaskrímsli Hamas“ vera sögulega svívirðu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -