Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill breyta lögum þannig að unnt verði að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum, frekar en einstaka heilbrigðisstarfsfólki, er alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu leiða til dauða eða stórfellds líkamstjóns.

Segir á ruv.is að drög að frumvarpi þessa efnis hafi verið lagt fram í dag, í samráðsgátt stjórnvalda, og verður þar til umsagnar til 12. mars næstkomandi.
Vill Willum Þór Þórsson með frumvarpinu festa í sérlög ákvæði er varða hlutlæga refsiábyrgð heilbrigðisstofnana; gera ákvæði laga um rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðiskerfinu ítarlegri, og breytingar á ferli kvartana.

Þrátt fyrir að orsakir alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu séu oftlega kerfislægir þættir byggist núverandi ábyrgðakerfi fyrst og síðast á sök einstaklinga; en það geti haft ýmsar neikvæðar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi er einstaka heilbrigðisstarfsmenn eru sóttir til saka vegna alvarlegra tilvika þar sem kerfislægir þættir réðu mestu um útkomuna.