Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Vill breyta lögum svo hægt verði að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill breyta lögum þannig að unnt verði að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum, frekar en einstaka heilbrigðisstarfsfólki, er alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu leiða til dauða eða stórfellds líkamstjóns.

Landspítalinn Fossvogi Mynd/Lára Garðarsdóttir

Segir á ruv.is að drög að frumvarpi þessa efnis hafi verið lagt fram í dag, í samráðsgátt stjórnvalda, og verður þar til umsagnar til 12. mars næstkomandi.

Vill Willum Þór Þórsson með frumvarpinu festa í sérlög ákvæði er varða hlutlæga refsiábyrgð heilbrigðisstofnana; gera ákvæði laga um rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðiskerfinu ítarlegri, og breytingar á ferli kvartana.

Landspítalinn. Mynd/skjáskot.

Þrátt fyrir að orsakir alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu séu oftlega kerfislægir þættir byggist núverandi ábyrgðakerfi fyrst og síðast á sök einstaklinga; en það geti haft ýmsar neikvæðar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi er einstaka heilbrigðisstarfsmenn eru sóttir til saka vegna alvarlegra tilvika þar sem kerfislægir þættir réðu mestu um útkomuna.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -