Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Vill lest á milli Keflavíkurvallar og Reykjavíkur: „Getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er til­valið verk­efni að út­hýsa upp­byggingu lestar til Kefla­víkur ef verk­efnið reynist hag­kvæmt en á­kvörðun um þetta er vita­skuld á á­byrgð ríkisins,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið

Tilefnið er lokun Reykjanesbrautar vegna ófærðar eins og raunin hefur verið undanfarið; þá hafi engin varaáætlun verið til; um 30.000 manns, þeirra á meðal mjög margir ferðamenn, lent í miklum vanda.

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Jóhannes Þór Skúlason, segir það vera þess virði að ræða hugmyndir um lest til Keflavíkur; en þá umræðu ætti hins vegar að taka án þess að tengja við ófærð og óveður:

Jóhannes Þór Skúlason.

„Þetta er stærra mál en svo að við hendum upp lest bara af því að það varð ó­fært tvo daga á síðasta ári. En lest yrði ef­laust af­skap­lega góð við­bót við Kefla­víkur­flug­völl. Það stendur þó allt og fellur með hag­kvæmni,“ segir Jóhannes.

Fáum við eitthvað svona?

Samkvæmt því sem Fréttablaðið segir hefur kostnaður við fluglest verið metinn á bilinu 100 til 200 milljarðar íslenskra króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -