• Orðrómur

Vill sjá glærur Dags og mæta honum í útvarps- eða sjónvarpsviðtali

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist standa við allt það sem hann sagði í viðtali við Kastljós en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur áður sagt borgarstjóra lofa öllu fögru í fjölmiðlum en það sem gerist í samningaherberginu sé ekki í neinu samræmi við þau loforð hans.

„Ég stend að sjálfsögðu við allt sem ég sagði í Kastljósi á sínum tíma en það er ekki gagnlegt þegar reynt er að að snúa út úr þeim yfirlýsingum eða standa í skeytasendingum í fjölmiðlum til að leysa kjaradeilur. Gott tilboð borgarinnar um að hækka laun Eflingarfólks hjá borginni liggur fyrir, með sérstakri áherslu á að bæta lægstu laun og kjör kvennastétta,“ skrifar Dagur meðal annars. Hann boðar Sólveigu Önnu til fundar til að ræða framhaldið.

„Ég er að sjálfsögðu tilbúin að hitta þig á fundi eins og þú leggur til, en með tveimur skilyrðum.“

Anna Sólveig svarar á Facebook og skrifar m.a.: „Ég er að sjálfsögðu tilbúin að hitta þig á fundi eins og þú leggur til, en með tveimur skilyrðum. Í fyrsta lagi að þú birtir opinberlega það tilboð (glærurnar) sem samninganefnd minni var kynnt á samningafundi 19. febrúar, daginn sem þú mættir í Kastljóssviðtalið, þannig að allir geti borið tilboðið saman við ummæli þín í Kastljósinu. Í öðru lagi að þú fallist á að mæta mér eða öðrum fulltrúa Eflingar í setti í útvarps- eða sjónvarpsviðtali áður en vikan er úti.“

- Auglýsing -

Hún bætir við: „Ef þú fellst á þetta þá skal ég koma og hitta þig til fundar á hvaða tíma sem hentar þér.“

Sjá einnig: Segir of mikla orku fara í að efna til átaka og skapa tortryggni

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -