Laugardagur 9. nóvember, 2024
8.8 C
Reykjavik

Efling orðin aðili að Bandalagi norræna stéttarfélaga í þjónustugeiranum:„Við erum stolt og ánægð!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Efling hefur nú gengið inn í SUN, Bandalag norræna stétterfélaga í þjónustugeiranum.

Eftirfarandi texti má lesa í fréttatilkynningu sem finna má í heild sinni á vef Eflingar:

Efling stéttarfélag hefur hlotið aðild að bandalagi norrænna stéttarfélaga í þjónustugeiranum, SUN, og verður þar fullgilt aðildarfélag um næstu mánaðarmót. Aðildin mun nýtast félaginu afar vel við frekari uppbyggingu á félagslegu starfi, segir Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar. 

Sólveig Annar Jónsdóttir, formaður Eflingar, er yfir sig ánægð með þessa niðurstöðu og skrifar á Facebook:

„Efling hefur fengið aðild að SUN, bandalagi norænna stéttarfélaga í þjónustugeiranum. Við erum stolt og ánægð!“

Vitnar hún svo í tilkynningu Eflingar:

„SUN var stofnsett árið 1945 sem bandalag norrænna stéttarfélaga innan þjónustugeirans. Meðal þeirra geira sem SUN nær yfir eru ræstingar og öryggisvarsla, en það eru hvort tveggja geirar þar sem fjöldi Eflingarfélaga starfar. Að bandalaginu standa stéttarfélög á öllum Norðurlöndunum, utan Grænlands, nú þegar að Efling hefur fengið inngöngu. Félagsmenn stéttarfélaganna sem að SUN standa eru vel á annað hundrað þúsund á Norðurlöndunum.
Hlutverk SUN er að styrkja tengsl og samstöðu milli aðildarfélaganna, sem og að styðja við þau félög sem standa í verkfallsátökum ef þörf krefur. Þá er bandalagið vettvangur til að deila reynslu og upplýsingum um faglega starfsemi stéttarfélaganna á Norðurlöndunum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -