2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Von á bók um fall WOW um næstu mánaðamót

Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri Viðskipta á Morgunblaðinu, hefur unnið að bók um gjaldþrot WOW síðan í mars. Bókin sem gefin er út af Forlaginu er áætluð um næstu mánaðamót.

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, fjallar um málið í dag. Þar segir að í bókinni verði að finna nýjar upplýsingar sem og opinberar upplýsingar. Stefán er sagður hafa rætt við tugi einstaklinga sem tengst hafa WOW með einum eða öðrum hætti frá stofnun félagsins.

Vinnutitill bókarinnar er Með himinskautum, ris og fall flugfélagsins WOW air. Ekki er ljóst hver verður endanlegur titill bókarinnar.

Markaðurinn segir Stefán hafa reynt að fá Skúla Mogensen, stofnanda WOW, í samstarf um ritun bókarinnar en Skúli hafi ekki gefið kost á sér.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is