Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Vongóður þrátt fyrir tap upp á 6,5 milljarða: „Sjáum þróun er staðfestir að við erum á réttri leið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ársuppgjör flugfélagsins Play var birt í dag og hljóðar heildartap flugfélagsins árið 2022 upp á 6,5 milljarða króna; velti flugfélagið 20 milljörðum króna í fyrra.

Afkoma félagsins var því neikvæð um 6,5 milljarða króna; tvöfaldast tapið á milli ára:

„Fjárhagsstaða Play er heilbrigð og það sama má segja um lausafjárstöðu fyrirtækisins. Fyrirtækið var enn rekið með tapi árið 2022 sem var viðbúið í ljósi þess að við erum sprotafyrirtæki í miklum vexti að bæta við flugvélum, áfangastöðum og starfsfólki auk þess sem við höfum verið að kynna nýtt vörumerki á markaði sem kostar bæði tíma og fjármuni.

Við sjáum hins vegar skýra og jákvæða þróun sem staðfestir að við erum á réttri leið og munum fljótlega sjá hagnað af fjárfestingunum eftir því sem við verðum sterkari á markaði,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play í tilkynningu frá flugfélaginu.

Nýverið var hlutafé félagsins aukið um 2,3 milljarða króna; er handbært sem og bundið fé Play nú 5,2 milljarðar króna.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir tapið eru forráðamenn Play bjartsýnir á komandi tíð:

„Það er gleðiefni að tilkynna auknar tekjur og sætanýtingu á fjórða ársfjórðungi 2022. Undanfarna mánuði höfum við náð betri sætanýtingu en flest önnur flugfélög sem við berum okkur saman við og á sama tíma mælist stundvísi okkar með því besta sem gerist í heiminum.

Flugrekstur á ársfjórðungnum gekk sérlega vel en við flugum með um 250.000 farþega og meðalsætanýting mældist 80,3%. Þessar tölur staðfesta að okkur er tekið fagnandi á markaði sem fyllir okkur öll stolti,“ sagði Birgir ennfremur í tilkynningunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -