Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Vonsviknir þjófarnir náðust á myndband

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og eigandi heitu pottanna í Sandvíkurfjöru við Hauganes, segir leitt að komast að því að óprúttnir aðilar hafi brotið upp peningakassa við pottana og rænt innihaldinu í fyrrinótt. Elvar skrifar um málið á Facebook.

Hann segir þjófana líklegast hafa orðið fyrir vonbrigðum því það skili sér oftast lítið í peningakassann.

„Vonbrigði viðkomandi urðu mikil er hann leit þetta skítti sem var í kassanum enda borga aðeins um 40 % þennan litla 500 kall sem kostar í böðin,“ skrifar Elvar. Hann segir mikla vinnu fara í að reka pottana en að reksturinn skili litlu í kassann.

Hann segir þjófana hafa náðst á eftirlitmyndavél og að málið sé komið til lögreglu.

Slæm umgengni á nóttunni

Í færslu sinni segir Elvar einnig að framvegis muni kann kæla pottana klukkan 22.00 á kvöldin og hitaður aftur upp klukkan 09.00 á morgnanna. Er þetta gert vegna slæmrar umgengni næturgesta.

- Auglýsing -

„Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna að vegna stanslausra næturheimsókna í pottana á Hauganesi með ekki góðri umgengni og ónæði fyrir íbúana neyðist ég til að kæla þá niður kl 22:00 á hverju kvöldi og hita þá svo upp aftur kl 9:00 á morgnana.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -