Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Anna yfirgefur Eflingu eftir fund gærkvöldsins – Óverjandi að stéttarfélag standi að hópuppsögn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stéttarfélagið Efling er á barmi klofnings eftir fjölmennan félagsfund í gærkvöld. Þar var felld tillaga um að draga ætti hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka. Niðurstaðan varð sú að tillagan var felld með 152 atkvæðum gegn 106. Töluverður hiti var á fundinum.

Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjöríss í Hveragerði hjá Eflingu, lagði fram tillöguna. Sagði hún í viðtali við Vísi að hún hefði tekið þá ákvörðun að yfirgefa stéttarfélagið.
„Okkur finnst erfitt að sjá að það (stéttarfélagið) geti varið hag okkar ef við lendum í því sama,“ sagði Anna, en mun hún kalla eftir því að önnur félög taki við þeim sem vilja ekki lengur vera hjá Eflingu. Þá segir hún óverjandi, að stéttarfélag, standi fyrir hópuppsögn.

Hún segir að frá hennar sjónarhóli snúist þetta ekki um tilteknar persónur sem sitji í stjórn félagsins, það sé einfaldlega óverjandi að stéttarfélag standi fyrir hópuppsögn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -