Fimmtudagur 22. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Rúntað á Rucio – 14. þáttur: Bullið á bakvið ímyndina og Borges

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirtæki, stjórnmálaflokkar og síðan fólk, sem tekur sér aðeins of alvarlega, er afar upptekið að ímynd sinni. Allt sem sagt og gert er miðar að því að hún sé sem fallegust. En lífið sjálft tekur ekkert mark á svona hégóma og miðar einmitt að því að sýna okkur, svart á hvítu, mismuninn á þeim hugmyndum sem við gerum okkur um okkur sjálf og þeim raunveruleika sem blasir við þegar skyggnst er á milli eyrna okkar. Máli sínu til rökstuðnings segja þeir félagar sögu úr bókinni Berta Isla eftir Javier Marías, einn fremsta rithöfund þeirra Spánverja, en hann féll frá á árinu sem nú var að líða. Telja þeir félagar að hollara væri að huga að hugtaki einsog orðstýr, sem segir til um það hvernig við höfum staðið okkur frammi fyrir augliti heimsins og er mun hollara hugarfar en hégómleg sýn okkar á einhverja ímynd.

Því næst verður talað um tvo Argentínumenn sem hvor um sig var frumkvöðull á sínu sviði. Farið verður í hljóðverið hans Astors Piazzola en hann gjörbreytti tangó-tónlistinni og gerði það að verkum að farið var að flytja hana í tónleikahúsum einsog gert er með sígilda tónlist. Hjá honum í hljóðverinu er enginn annar en skáldjöfurinn Jorge Luis Borges en smásögur hans eiga engan sinn líkan í bókmenntasögunni. Hann var einnig sannur Íslandsvinur og fór með konu sinni, Maríu Kodama, til Íslands í það sem hann kallaði pílagrímsferð. Hann var svo heltekinn af bókmenntaarfi okkar að hann lærði íslensku til að geta mælt á sömu tungu og Egill Skallagrímsson og Snorri Stuluson. Farið verður með þeim hjónakornum til Íslands þar sem þau taka hús á allsherjagoðanum, hinum eina og sanna, Sveinbirni Beinteinssyni. Reyndar eru bæði Borges og Piazzola látnir, rétt einsog Sveinbjörn heitinn, en rúnturinn með Rucio er ekki í vanda með að reisa þessa risa upp.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -