Þriðjudagur 27. febrúar, 2024
2.8 C
Reykjavik

Endurvekur klassíska hönnun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alessandro Sarfatti framleiðir falleg ljós sem byggja á tímalausri hönnun afa hans, hins virta Gino Safatti

 

Hönnunarfyrirtækið Astep var stofnað af Alessandro Sarfatti, barnabarni ítalska ljósahönnuðarins Gino Safatti, en hann hannaði fjölda stórfenglegra ljósa á sinni lífsleið. Þrátt fyrir að hafa verið afar virkur í ítalska hönnunar – samfélaginu á sínum tíma og þá sérstaklega innan ljósageirans, var hann lítt þekktur þess utan þar til fyrir ekki alls löngu. Markmið Alessandro er að halda hönnun Gino Sarfatti afa síns á lífi og hans leið til þess var að hefja framleiðslu á vel völdum ljósum úr hans smiðju. Þær vörulínur sem fyrirtækið hefur þegar kynnt til leiks eru meðal annars The Astep Collection sem inniheldur nýja og framsækna hönnun og Flos with Sarfatti Collection sem er endur – framleiðsla á tímalausri hönnun Gino Sarfatti, en ljósin frá Astep eru með eindæmum glæsileg.

Alessandro Sarfatti, barnabarn ítalska ljósahönnuðarins Gino Safatti.
Hönnun Astep

Ekki langt að sækja hæfileikana

Það má með sanni segja að Alessandro Sarfatti hafi verið fædd – ur inn í ljósabransann en Gino afi hans stofnaði fyrirtækið Arte – luce sem var keypt af Flos árið 1973 er Gino lét af störfum. Flos lagði vörumerkið Arteluce niður árið 1996, en á þessum tíma voru áherslubreytingar innan veggja Flos með tilkomu nýs framkvæmdastjóra. Því miður virðist sem svo að hvorutveggja, Arteluce og hönnunarverk Gino Sarfatti, hafi gleymst. Þrátt fyrir að Sarfatti-fjölskyldan hafi selt Arteluce héldu þau ótrauð áfram að framleiða fallega og nýstárlega ljósgjafa. Faðir Alessandro, Riccardo Sarfatti, starfaði lengi vel fyrir Flos og stofnaði í kjölfarið sitt eigið fyrirtæki árið 1978, hið góðkunna Luceplan. Alessandro hélt í fjölskylduhefðina og hóf að starfa fyrir fyrirtæki föður síns og tók þar stöðu framkvæmdastjóra árið 2005. Fyrirtækið hefur nú verið selt áfram til raftækjarisans Philips og í framhaldi fluttist Alessandro til Danmerkur ásamt eiginkonu sinni og setti á laggirnar sitt eigið ljósafyrirtæki, Astep.

„Ég hef alltaf litið upp til og dáðst mjög að afa, hann hafði afar fjörugt ímyndunarafl og hannaði sín verk á þeim tíma sem Ítalía var að ná sér á strik eftir stríðið.“

 

Hönnun Astep
Hönnun Astep

Farsælt samstarf

Alessandro segist hafa rýnt vel í alla þá vinnu sem afi hans lagði til borðs á sínum starfsferli. „Ég hef alltaf litið upp til og dáðst mjög að afa, hann hafði afar fjörugt ímyndunarafl og hannaði sín verk á þeim tíma sem Ítalía var að ná sér á strik eftir stríðið. Í seinni tíð hef ég varið miklum tíma í að reyna að skilja og rannsaka hann út frá mann- og sálfræðilegu sjónarhorni, en ég tel hann hafa verið nokkuð misskilinn mann.“ Allflestir áhugamenn um klassíska hönnun ættu að vera nokkuð kunnugir vörumerkinu Flos sem er einn virtasti ljósaframleiðandi heims. Í samvinnu við fyrirtækið hóf Alessandro endurframleiðslu á vel völdum og klassíkum ljósgjöfum eftir Gino afa sinn. Aukinn áhugi var á hönnun Gino eftir sýningu á verkum hans á Triennale Design Museum í Mílanó árið 2012 og í kjölfarið ákvað Flos að dusta rykið af þessari tíma – lausu klassík. Útlit ljósanna er nákvæm eftirmynd af teikningum hönnuðarins en þó var ákveðið að innleiða LED-tæknina í alla endurframleidda ljósgjafana til að standast nútímakröfur. Samstarfi Piero Gandini hjá Flos og Alessandro Sarfatti er hvergi nær lok – ið, en þessar tvær fjölskyldur eru bundnar sterkum sögulegum tengslum. Það væri mikill missir fyrir hönn – unarsöguna að láta meistaraverk Gino Sarfatti falla í gleymsku. Sjálfur segir Alessandro ævintýrið vera rétt að byrja, enda situr hann á yfir 600 teikningum sem aldrei hafa litið dagsins ljós því greinilegt er að spennandi hlutir eru fram undan hjá Astep.

- Auglýsing -
Hönnun Astep
Hönnun Astep

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -