Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ljósaskúlptúrar Isamu Noguchi fyrir Vitra slá öllu við

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svið listamannsins og hönnuðarins Isamu Noguchi (1904-1988) er óvenju margþætt. Auk skúlptúra hefur hann einnig hannað húsgögn, lýsingu, innréttingar, sviðsmynd, útihús og garða. Sem myndhöggvari var áhugi hans ekki eingöngu bundinn við efni og form heldur náði hann einnig til rýmis- og innanhússhönnunar.

 

 

Isamu Noguchi með ljósaskúlptúra sína.

 

 

 

Mynd/Vitra

 

- Auglýsing -

Markmið Noguchi með list sinni var að þjóna bæði hagnýtum og félagslegum þáttum og hafði skúlptúrstíll hans varanleg áhrif á hugmyndafræði hönnunar á sjötta áratugnum, sem einkenndist af lífrænum formum. Árið 1951 byrjaði Isamu Noguchi að hanna Akari-ljósin, fyrir Vitra, sem líkjast einna helst skúlptúrum. Akari þýðir ljós á japönsku með tilvísun í lýsingu og léttleika.

 

Birtan af ljósunum er mild og falleg.

 

- Auglýsing -

Á ferð sinni um Japan heimsótti Noguchi bæinn Gifu sem er þekktur fyrir framleiðslu sína á ljósaskermum og pappírssólhlífum. Meðan á dvöl hans stóð teiknaði hann fyrstu tvo Akari-ljósaskúlptúra sína og næstu árin á eftir bjó hann til yfir 100 gerðir. Línan samanstendur af borð-, gólf- og loftlömpum sem eru 24 til 290 cm að stærð og er hvert ljós handsmíðað af fjölskyldureknu fyrirtæki í Gifu. Ljósin hafa form sólar og tungls sem er skírskotun í japanskt letur sem tákna á áreiðanleika hverrar vöru. Ljósin koma í flötum pakkningum.

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -