Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Ástþór líkt við sjálfan Krist í nýju lagi: „Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsti íslenski sumarsmellur ársins er kominn fram á sjónarsviðið og er óhætt að segja að hann komi úr afar óvæntri átt. Frá Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda.

Lag sem Ástþór Magnússon birti fyrir tveimur dögum á Facebook og á kosningasíðu sinni, hefur heldur betur slegið í gegn og gengur nú manna í millum á samfélagsmiðlunum. Þykir það grípandi, vera með fallegan boðskap og svo er mikið lagt í myndbandið.

Textinn er saminn af ónafngreindum stuðningsmönnum Ástþórs en lagið barst honum í tölvupósti. Nafnið á laginu er að því er virðist: Forseti Íslands, boðberi friðar í anda Krists. Lagið virðist vera samið og sungið af gervigreindarforriti, á borð við þau sem Mannlíf hefur áður fjallað um en þó er ekki loku fyrir því skotið að erlendur englakór hafi tekið sig saman og sungið lagið inn á segulband.

Lagið flokkast undir kristilega tónlist en í upphafi myndbandsins sem fylgir laginu og Ástþór birtir á kosningasíðu sinni, og mikið er lagt í, er klippa frá kosningamyndbandi hans frá árinu 1996. „Við vitum að Jesús Kristur er kærleikurinn. Þann sannleika bíður okkar að flytja heimsbyggðinni,“ segir Ástþór og svo hefst lagið.

Við fyrstu hlustun virðist textinn nokkuð einfaldur en ef grafið er niður fyrir yfirborðið kemur í ljós að hann er talsvert dýpri. Í laginu er nafn hans tekið í sundur, „hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon“ en Ástþór hefur í kosningabaráttu sinni talað fyrir ást á friði og mannkyninu, Þór er þrumuguð en Ástþór vill þruma ást yfir heimsbyggðina. Svo er hann sannarlega sonur Magnúsar en Magnús þýðir Hinn mikli, en Ástþór er þekktur fyrir mikinn persónuleika. Tvisvar sinnum í textanum er Ástþór gefið millinafnið Kristur, þannig að ekki er honum aðeins líkt við hinn norræna þrumuguð Þór, heldur einnig Jesús Krist. Minna má það ekki vera.

Hér má lesa textann:

- Auglýsing -

Ástþór Magnússon. Ástþór, Ástþór, Ástþór. Ástþór Magnússon. Ástþór Kristur Magnússon.

Viðlag – Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon. Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.

Ástþór Magnússon. Ástþór, Ástþór, Ástþór.  Ástþór Magnússon. Ástþór Kristur Magnússon.

Viðlag- Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon. Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.

Mannlíf hafði samband við Ástþór og spurði hann hvað honum fyndist um lagið. „Flott lag,“ svaraði hann að bragði. Aðspurður út í samlíkinguna við Jesús Krist svaraði hann í lengra máli: „Ég hef sagt að forsetinn er verndari kristninnar á Íslandi og ég mun setja kross á Bessastaðakirkju og friðarboðskapurinn byggir á kærleika og umburðarlyndi sem Kristur kenndi okkur og sem var fyrirmynd friðar sem við fengum í vöggugjöf á Alþingi árið 1000 þegar borgarastyrjöld var afstýrt með einstaka umburðarlyndi og kærleika. Þetta er jólaguðspjall okkar íslendinga sem forsetinn þarf að kynna heimsbyggðina til að vinna frið brautargengi.“

Hér má svo sjá og heyra herlegheitin en lesendur eru varaðir við, þetta mun límast við heilann.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -