Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Bachelor stjarna sýnir á sér öfgafulla hlið – „Ég lofa að setja þig í annað sæti, á eftir Jesú“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bachelor stjarnan Madison Prewett Troutt hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum undanfarið en frægðina öðlaðist hún eftir þátttöku sína í vinsælu þáttunum The Bachelor árið 2020. Þar kynntist hún piparsveininum Peter en gekk sambandið ekki. Ástæður sambandslitana voru sagðar bæði vera vegna ósáttar móður piparsveinsins með nýju tengdadótturina og vegna þess hve strangtrúuð Madison var. Svo virðist sem líf hennar snúist sífellt meira um kristna trú og hafa aðdáendur hennar haft orð á því á samfélagsmiðlum. Sumir hafa talað um að Madison sýni með þessu afar öfgafulla hlið sem ekki sást nægilega vel í raunveruleikaþáttunum.

Madison og Grant á brúðkaupsdaginn

Eftir að sambandinu lauk Madison gekk í hjónaband með Grant Troutt, syni milljarðamæringsins Kenny Troutt. Grant er einnig afar trúaður en starfar hann sem ræðumaður á kristnum samkomum. Madison virðist ætla að starfa á sama vettvangi og eiginmaður hennar og hefur hún upp á síðkastið komið fram sem ræðumaður og talað um trú sína. „Mínar bestu minningar mínar eru ekki um mig sjálfa heldur um Jesú og annað fólk. Þegar ég efast um sjálfa mig minni ég mig á að ég hef Jesú, þannig breyti ég hugarfari mínu og beini huganum aftur á réttan stað, á Jesú,“ skrifaði Madison á Instagram- síðu sinni nýlega. Þá sagðist hún alltaf lofa að setja eiginmann sinn Grant í annað sæti, á eftir Jesú.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -