Þriðjudagur 15. október, 2024
5.9 C
Reykjavik

Billie Eilish opnar sig um Tourette: „Svo margir eru með þetta heilkenni án þess að þú vitir það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin geysivinsæla og farsæla söngkona, Billie Eilish, opnar sig um Tourette heilkennið sem hún er með, í viðtali í nýjasta viðtali David Letterman í Netflix þættinum My Next Guest Needs No Introduction.

Billie Eilish og David Letterman í bakgrunni.
Mynd: YouTube-skjáskot

„Ég vil endlega ræða um þetta,“ sagði Billie við David og bætti við: „Ef þú filmar mig nógu lengi, muntu sjá fullt af kækjum.“

Söngkonan unga segir að hinir líkamlegu kækir séu orðnir samheiti yfir hana vegna þess hversu tíðir þeir eru.

„Það er aldrei sem ég er ekki með kæki, því aðal kækirnir sem ég er með stanslaust, allan daginn eru þannig að bara ég veit af þeim. Til dæmis dilli ég eyrunum fram og til baka, lyfti augabrúnunum og læt smella í kjálkanum … og ég spenni vöðva í handleggjunum. Þetta eru kækir sem þú myndir ekki taka eftir ef þú ert bara að spjalla við mig en þeir eru mjög þreytandi,“ sagði Billie við David.

Þó segir hin tvítuga söngkona að kækirnir minnti stundum þegar hún einbeitir sér að einhverju ákveðnu og þegar hún er á hreyfingu en þess vegna fær hún ekki kæki á sviðinu þegar hún syngur. „Þegar ég er að hreyfa mig, fæ ég bara enga kæki,“ útskýrði Billie.

Þó að ljóst sé að Tourette heilkennið hafi ekki staðið í vegi fyrir velgengni Billie, segist hún hafa verið mun meira einmana með sína greiningu áður en hún varð fræg.

- Auglýsing -

„Það er svolítið fyndið að svo margir eru með þetta heilkenni án þess að þú vitir það,“ sagði Billie við Davið og nefndi eitt dæmi: „Nokkrir listamenn hafa komið að mér og sagt „Ég hef reyndar alltaf verið með Tourette“.“

Fréttin er unnin upp úr frétt ET online.

Ljósmyndin er tekin héðan.

- Auglýsing -

Fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -