Miðvikudagur 22. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Britney Spears kallar litlu systur sína tík – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Britney Spears heldur áfram að vekja athygli á sér fyrir meinta neikvæða hegðun á internetinu en í myndbandi sem Crossroads leikkonan birti í gær á samfélagsmiðlinum Instagram kallar hún Jamie Lynn Spears, sem er yngri systir hennar, litla tík. Ekki liggur fyrir af hverju hún notaði þessi orð um systur sína en margt fólk í kringum Britney Spears hefur áhyggjur af andlegri heilsu hennar.

Þá hafa fjármál söngkonunnar verið mikið í fjölmiðlum undanfarið en nástaddir segja að Spears hafi verið á eyðslufyllerí undanfarin ár og sé að nálgast gjaldþrot en hún er sögð eyða mörgum milljónum dala með stuttu millibili í lúxusferðir um heiminn. Þá er samband hennar við börn hennar sagt vera á hálum ís en synir hennar búa með föður þeirra og þeir hafa að sögn fjölmiðla beðið móður sína ítrekað um að hætta að fækka fötum á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -