Mánudagur 20. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Christina Applegate með sapoveiruna: „Kúkur einhvers annars fór í munninn á mér og ég borðaði hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Christina Applegate er ansi opinská með skítamál sem hún lenti í á dögunum.

Gamanleikonan Christina Applegate lýsti með myndrænum hætti afleiðingum af því er hún smitaðist af sapoveiru fyrir stuttu. Veiran smitast venjulega þegar saur berst upp í munn. Grínaðist hún með það á litríkan hátt en hún sagði að hvað veikindin hafi gert henni „Ég pissaði út úr rassinum á mér í nokkra daga,“ sagði hin smekklega leikkona.

„Nú ætla ég að vera gróf,“ sagði Anchorman-stjarnan Christina, sem einnig glímir við MS-sjúkdóminn, í hlaðvarpsþættinum hennar MeSsy í gær. „Ég vaknaði klukkan þrjú um nóttina í saurlaug. Vissi ekki hvað gerðist, og að vera með MS klukkan þrjú um nóttina og reyna að skipta um rúmföt, það er ekki gaman.“

Að sögn Christinu byrjaði heilsuvandræðin fyrir nokkrum vikum þegar einhver „nákominn“ henni „varpaði sprengju“ og kom með COVID-19 heim, sem leiddi til þess að hún smitaðist af vírusnum í fyrsta skipti. Vegna þess að hún er þegar ónæmisbæld vegna MS, fékk Christina alvarlegri einkenni, þar á meðal brjóstsýkingu og hraðari hjartslátt.

„Mér svimaði svo,“ rifjaði hún upp með meðstjórnanda þáttarins, Jamie-Lynn Sigler. „Ég var svo veik. Ég gat ekki borðað. Ég gat ekki gert neitt.“

Vegna veikindanna voru tekin saursýni, þar sem hún byrjaði að kasta upp vegna þess að það var „svo ógeðslegt„, til að komast að því hvað var að. Að lokum greindist hún með sapoveiru. „Það er þegar þú tekur inn saur einhvers annars úr matnum þínum,“ útskýrði hin 57 ára leikkona. „Kúkur einhvers annars fór í munninn á mér og ég borðaði hann.“

- Auglýsing -

Christina heldur að hún hafi smitast af veirunni eftir að hafa borðað salat af veitingahúsi sem er að fara að loka af óskyldri ástæðu. „Ég er næstum búin að vera veik af þessu í þrjár vikur,“ hélt hún áfram og bætti við kaldhæðnislega, „þannig að þetta er skemmtisaga mín.“

Eonline fjallaði um málið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -