Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Dopamine Machine gefur út fyrstu breiðskífu sína: „Óþarfi að festa sig í einni tónlistarstefnu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómsveitin Dopamine Machine gefur frá sér sína fyrstu breiðskífu KÆRULEYSI ER ÆÐRULEYSI þann 18. Nóvember næstkomandi. Platan mun innihalda 10 ný lög sem eru í popp/funk/soul stíl að sögn hljómsveitarinnar.

Dopamine Machine hefur verið virk í íslensku tónlistarsenunni síðan 2021 og hefur gefið út þrjár smáskífur. Platan er tekin upp, mixuð og útsett af Róberti Aroni saxófónleikara hljómsveitarinnar ásamt Ívari Andra söngvara og gítarleikara.

Saga plötunnar

Samkvæmt hljómsveitameðlimum má segja að vinna við plötuna hafi ómeðvitað hafist sumarið 2020 þegar Ívar Andri og Júlíus Óli, fyrrum hljómborðsleikari hljómsveitarinnar unnu við skapandi sumarstörf á Egilsstöðum. Elstu lögin á plötunni eru frá þeim tíma. Nýrri lög eru samin af Ívari Andra í heimastúdíói í Reykjavík. Ívar kom svo með demo á æfingar og hljómsveitin þróaði það í hljóðheim sveitarinnar í sameiningu. Að sögn þeirra hefur platan marga snertifleti og sækir innblástur í hinar ýmsu tónlistarstefnur. Þar má nefna soul, sækadelískt rokk og funk svo eitthvað sé nefnt.

„Það er óþarfi að festa sig í einni tónlistarstefnu þegar það eru svo margar góðar,“ eins og Ívar Andri orðaði það í samtali við Mannlíf.

Um hljómsveitina

- Auglýsing -

Hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 2019 og má segja að hafi fæðst í Covid faraldrinum. Að sögn Ívars Andra var tíminn vel nýttur í að semja og taka upp efnið sem nú birtist á fyrstu breiðskífu sveitarinnar. Platan er tekin upp og unnin af meðlimum hljómsveitarinnar. Dopamine Machine hefur spilað mjög mikið og er þekkt fyrir mikið fjör og líflega sviðsframkomu. Hljómsveitina skipa Hjálmar Karl Guðnason á bassa og söng, Benjamin Haraldsson á gítar, Jóhannes Guðjónsson á raf píanó og hljómborð, Ívar Andri Bjarnason á gítar, söng og hljóðgervla, Bergsteinn Sigurðarson á trommur og söng, Róbert Aron Björnsson saxófónn ásamt upptökustjórn og hljóðblöndun og Sigurrós Jóhannesdóttir á Trompet og söng.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -