Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Dóttir Obama-hjónanna breytir um listamannanafn – Hyggur á frama í kvikmyndaheiminum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elsta dóttir Barack og Michelle Obama, hefur tekið upp nýtt listamannanafn.

Malia Obama, dóttir fyrrverandi forseta Bandaíkjanna, Barack Obama og Michelle Obama, er upprennandi handritshöfundur en hún hefur nú tekið upp nýtt listamannanafn. Í raun er ekki um nýtt nafn að ræða en hún hefur sem sagt ákveðið að taka út Obama nafnið á kreditlistum við verk sín og setja í staðinn millinafn sitt Ann. Er hún sem sagt nú titluð sem Malia Ann.

Nýjasta verk hennar er stuttmyndin The Heart en hún bæði skrifaði handritið og leikstýrði. Áður hafði hún verið í handritsteyminu sem skrifaði þættina Swarm.

Fram kemur í frétt E online að ástæðan fyrir því að Malia Obama, sé nú titluð Malia Ann á kreditlistum, sé líklegast sú að hún vilji ná árangri og frama af eigin verðleikum en ekki vegna þess að hún á Obama-hjónin fyrir foreldra, sem sjálf eru komin með kvikmyndaframleiðslufyrirtæki.

Þrátt fyrir að fyrrverandi forsetahjónin séu orðin kvikmyndafrömuðir, mættu þau ekki á Sundance kvikmyndahátíðina 2024, fyrr í þessum mánuði en þangað mætti Malia, sem er 25 ára en þar gekk hún í fyrsta skipti á rauða dreglinum. Hún var þar til að sýna stuttmyndina The Heart.

Malia segir að stuttmyndin sé „svolítið skrítin, lítil saga, hálfgerð dæmisaga um mann sem syrgir andlát móður sinnar, eftir að hún skilur eftir sig óvenjulega beiðni í erfðaskrá sinni.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -