Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hinstu orð söngkonunnar Oliviu Newton-John – „Ég elska móður mína meira en allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dóttir Oliviu Newton-John segir að móðir sín hafi sagt brandara allt þar til yfir lauk.

Cloe Lattanzi, dóttir Oliviu og John Easterling, ekkill sönkonunnar, settust niður í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali eftir andlát Oliviu og ræddu við Today en viðtalið birtist í dag.

„Og alveg þar til hún missti getuna til að tala, var hún að reyta af sér brandara,“ sagði Lattanzi og bætti við: „Síðustu orð hennar til mín voru „Sólskinið mitt (e. My sunshine)“.“

Áralöng barátta sönkonunnar við krabbamein hófst árið 1992 en þá sagði hún opinberlega frá því að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Stofnaði hún Olivia Newton-John Cancer Wellness and Research miðstöðina í Melbourne í Ástralíu og var harður málsvari fyrir krabbameins meðferðum og rannsóknum.

„Ég elska móður mína meira en allt,“ sagði Lattanzi og hélt aftur tárunum. „Hún er mamma mín, skilurðu? Hún er ekki Olivia Newton-John fyrir mér, en ég er svo glöð að hún hafi verið Olivia Newton-John fyrir svo marga.“

Í dag kom út dúett Oliviu og Dolly Parton en þær tóku upp eitt allra frægasta lag Dollyar, Jolene, aðeins nokkrum mánuðum fyrir andlát Oliviu. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -