Sunnudagur 16. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Ekkja Lance Reddick opnar sig um andlát hans: „Lance var tekinn frá okkur alltof snemma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkja leikarans Lance Reddick opnaði sig í fyrsta skipti um andlát eiginmannsins sem lést  föstudaginn 17. mars.

Í gær birti Stephanie Reddick, ekkja The Wire og John Wick leikarans Lance Reddick, færslu á Instagram-reikningi Lance þar sem hún birti ljósmyndir af honum. Þá þakkaði Stephanie aðdáendum Lance fyrir „yfirþyrmandi“ ást og stuðning á þessum erfiðu tímum. Kemur þetta fram í slúðurmiðlinum ET.

„Lance var tekinn frá okkur alltof snemma. Þakka ykkur öllum fyrir yfirþyrmandi ást, stuðning og fallegar sögur sem deilt er á samfélagsmiðlum síðastliðinn dag,“ skrifaði Stephanie. Bætti hún við: „Ég sé skilaboð ykkar og get ekki lýst því hversu þakklát ég er að hafa þau. Og til þúsundir Destiny spilara, sem tóku þátt í að votta Lance sérstaka virðingu sína, takk. Lance elskaði ykkur jafn mikið og hann elskaði tölvuleikinn.“

Reddick, sem þekktastur er fyrir leik sinn The Wire og John Wick myndunum varð bráðkvaddur á föstudaginn, aðeins sextugur að aldri. Lætur hann eftir sig eiginkonuna Stephanie og börnin Yvonne Nicole Reddick og Christopher Reddick.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -