- Auglýsing -
Tónlistarkonan Emilíana Torrini gaf út í dag fyrstu smáskífu sína af væntanlegri plötu. Er óhætt að segja að um smell er að ræða.
Emilíana Torrini er með betri lagahöfundum Íslands, ef ekki heimsins en í morgun gaf hún út glænýtt lag sem heitir Let´s Keep Dancing. Er um að ræða fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu hennar, sem ber heitið Miss Flower en hún kemur út 21. júní næstkomandi. Lagið er afar seyðandi og grípandi og myndbandið einnig áferðafagurt og skemmtilegt. Þar sjást tveir einstaklingar dansa um stræti stórborgar í sitt hvoru lagi þar til þau sameinast á knæpu þar sem dansinn heldur áfram.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið: