Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Eva lá kylliflöt á götum Barcelona: „Þetta stönt reyndi gríðarlega á vinskapinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gleðipinnarnir og skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn eru stödd í Barcelona þessi dægrin. Í færslu á Instagram deilir Eva kostulegum tilþrifum þar sem hún sporðrennir Hjálmari, að því er virðist.

Eva Ruza gleypir Hjálmar Örn. Mynd/instagram

Vinirnir lögðu talsvert á sig til að ná hinu fullkomna skoti – þó mismikið, þar sem Eva tók megin þungan og fórnaði sér og heilsu sinni fyrir málstaðinn. Hjálmar hafi aftur á móti haldið sig að mestu fjarri og hlegið.

„Þetta stönt reyndi gríðarlega á vinskapinn,“ segir í færslunni en þessir perluvinir voru ekki á einu máli um verkefnaskiptin. Eva útskýrir að Hjálmar Örn hafi ekki fengist til að leggjast á jörðina vegna sýklahræðslu, svo hún hafi þurft að fórna sér og hvíta bolnum sínum og leggjast þrisvar sinnum.

Þau þurftu að leita á náðir gangandi vegfaranda og ferðalanga sem þó voru undrandi á athæfi samfélagsmiðlastirnanna.

„Túristar í Sitges voru á hissa á influenca de instagrammo“ Mynd/instagram

Eftir fjölda mislukkaðra tilrauna segir Eva að þeim hafi þó loksins tekist að fanga hið fullkomna augnablik:

„Ég lifði sýklana af og át Hjálmar.“

- Auglýsing -

Hér má sjá færslu Evu í heild:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -