Laugardagur 13. apríl, 2024
-2.9 C
Reykjavik

Fjölskylda Julian Sands þakkar leitarfólki: „Erum djúpt snortin yfir allri ástinni og stuðningnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskylda leikarans Julian Sands hefur sent frá sér tilkynningu en leikarinn hefur verið týndur frá 13. janúar.

Hinn 65 ára breski leikari, Julian Sands, sem þekktastur er fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við A Room With a View, Arachnophobia, The Killing Fields og Leaving Las Vegas, fór í göngutúr við fjallið Baldy í Suður-Kaliforníu, þann 13 janúar en snjókoma var úti. Hefur ekkert til hans spurst síðan.

Gríðarleg leit hefur staðið yfir síðan hann týndist en nýlega sendi fjölskylda hans frá sér tilkynningu þar sem hún sendir leitarfólki sínar dýpstu þakkir en aðstæður til leitar hafa verið á köflum hættulegar.

„Okkar innilegu þakkir til góðviljugu meðlima lögreglustöðvar San Bernardino-sýslu sem stjórna leitinni að okkar ástkæra Julian,“ stóð í tilkynningunni en þar stóð einnig: „Og ekki síst til hetjanna í leitarflokkunum sem hafa þurft að þola erfiðar aðstæður á jörðu niðri sem og í lofti, í þeirri umleitan að koma Julian heim.“

Sands fjölskyldan nefndi svo nöfn allra þeirra hópa og björgunarsveita sem tekið hafa þátt í leitinni á fjallinu og bætti svo við: „Við erum djúpt snortin yfir allri ástinni og stuðningnum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -