Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Gísli Magna flytur lög afa síns: „Hafa aldrei áður litið dagsins ljós, þar til nú“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gísli Magna Sigríðarson gaf út plötu árið 2020 en þar flytur hann lög afa síns, Steingríms M. Sigfússonar. Og nú ætlar hann að flytja plötuna í Salnum Kópavogi.

Hljómplatan „Nóttin og þú“ fangar íslenska stemningu sjötta áratugarins en þar hljóma lög Steingríms M. Sigfússonar, sem samdi lög á borð við Síldarvalsinn og Mikið var gaman að því svo eitthvað sé nefnt. Eru lögin í útsetningum Gísla Magna, sonarsonar Steingríms.

Á plötunni flytur Gísli helstu perlur Steingrím með úrvals hljómsveit og kynnir einnig fyrir hlustendum úrval laga Steingríms sem voru helst þekkt í afmörkuðum hlutum Vestfjarða. Nú þegar hefur Gísli og hljómsveit hans haldið tónleikaröð með þessum lögum í Þýskalandi við góðan orðstýr. Þann 26. janúar mun Gísli flytja tónlistina ásamt hljómsveit sinni í Salnum Kópavogi.

Gísla Magna þekkja margir enda hefur hann unnið með helstu tónlistarmönnum landsins um langt skeið og meðal annars tvisvar sinnum tekið þátt í Eurovision sem bakraddasöngvari.

Í kynningu á plötunni stendur: „Ég þekkti aldrei afa minn, Steingrím M. Sigfússon, sem bjó á Húsavík. Þegar hann kvaddi þennan heim árið 1976 var ég fimm ára gamall strákur á Patreksfirði. Hann samdi tónlistina á þessari plötu en sum þeirra hafa áður komið út í gegnum árin og þá sungin af ýmsum listamönnum Íslands á meðan önnur hafa aldrei áður litið dagsins ljós, þar til nú.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -