Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Gítarleikari The Allman Brothers Band er látinn: „Dickey var stærri en lífið sjálft“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein aðalsprauta The Allman Brothers Band, Dickey Betts er látinn, áttræður að aldri.

The Allman Brothers Band var ein af vinsælustu og áhrifamestu rokkhljómsveitum Bandaríkjanna á áttunda áratug síðustu aldar. Gítarleikari og einn af söngvurum  hljómsveitarinnar, Dickey Betts, var einnig höfundur nokkurra klassískra rokkslagara, þar á meðal stærsta smell hljómsveitarinnar, Ramblin´Man sem kom út árið 1973. Meðal annarra laga eftir hann má nefna Blue Sky og Jessica, sem vann Grammy verðlaun og var notað sem þemalag Top Gear þáttanna.

Hljómsveitin tilkynnti um andlátið „með djúpum trega“ í gær. „Ótrúlegur gítarleikur hans við hlið gítarleikarans Duane Allman, skapaði einstakan, tvískiptan gítarhljóm sem varð einkennishljóð tónlistarstefnunnar sem kallast Suðurríkjarokk,“ sagði í yfirlýsingunni.

„Hann var ástríðufullur í lífinu, hvort sem það var í tónlistinni, við lagasmíðar, á fiskveiðum, skotveiðum, í siglingum, golfi, karate eða í boxi. Dickey gaf sig allan og skaraði fram úr í öllu sem vakti áhuga hans,“ sagði aukreitis í yfirlýsingunni. Þar kom einnig fram að hann hefði „látist á friðsælan hátt heima hjá sér“ eftir tímabil þar sem „heilsu hans hrakaði“.

David Spero, umboðsmaður Betts til tuttugu ára, sagði the Associated Press að hann hefði þjáðst af krabbameini í meira en ár og verið með langvinna lungnaþembu.

Í tilkynningu á samfélagsmiðlum Betts sagði: „Hinn goðsagnakenndi flytjandi, lagahöfundur, hljómsveitarstjóri og fjölskyldufaðir lést fyrr í dag á heimili sínu í Osprey, FL, umkringdur fjölskyldu sinni. Dickey var stærri en lífið sjálft og missir hans verður vart um allan heim.“

Betts gekk til liðs við bræðurna Duane og Gregg Allman og annarra hljómsveitarmeðlima á sínum tíma en bandið blandaði saman rokki og kántrý, blús og jass, til að skapa Suðurríkja rokk.

- Auglýsing -
The Allman Brothers band árið 1969.

„Þú getur heyrt áhrif hreintónaðs modal einleiks hans í öllum Suðurríkjarokksveitum sem hafa fylgt eftir,“ skrifaði tímaritið Rolling Stone á síðasta ári og nefndi Betts á lista yfir 250 bestu gítarleikara allra tíma.

The Allman Brothers Band varð þekkt fyrir rafmagnaðan lifandi flutning sinn auk þess að ná 11 gullplötum og fjórum platínuplötum á ferlinum.

En saga þeirra er einnig umlukin harmleikum. Duane lést í mótorhjólaslysi árið 1971 og annar stofnmeðlimur, bassaleikarinn Berry Oakley, lést einnig í mótorhjólaslysi árið 1972. Gregg Allman dó árið 2017.

- Auglýsing -

Hljómsveitin var innlimuð í Frægðarhöll rokksins árið 1995 og hlaut Grammy-verðlaun fyrir ævistarf sitt árið 2012.

Hér má sjá þá spila sinn þekktasta smell:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -