Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Guðný María hefur nánast sigrað ólæknandi krabbameinið: „Dansa og hleyp eins og vindurinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðný María Arnþórsdóttir er hæstánægð eftir nýjustu fréttirnar frá krabbameinslækni hennar.

Söngdívan og gleðibomban Guðný María hefur verið að glíma við ólæknandi krabbamein frá því á síðasta ári en hefur smá saman verið að ná aftur heilsunni með hjálp lyfjakúrsa. Segir hún í nýrri færslu á Facebook að krabbinn í blóði hennar sé ekki nema tvö prósent „og verður það trúlega alltaf, jafnvel þegar ég verð 121 árs,“ eins og hún orðaði það en hún hefur áður gefið það út að hún ætli sér að lifa ansi lengi.

Færslu hennar má lesa fyrir neðan:

„“þetta voru nú ALVÖRU krabbameinslyf sem við gáfum þér, en það er ekki að sjá á líkama þínum“ sagði Brynjar læknir brosandi við mig, eftir áttunda og síðasta lyfjakúrinn sem hann hann gaf mér á nýju ári og eftir rannsókn á líkamsástandi mínu 🙂

Krabbinn er núna 2% í blóði mínu og verður trúlega alltaf, jafnvel þegar ég verð 121 árs. Þess vegna er þetta krabbamein sagt ólæknandi, en blóð mitt verður rannsakað reglulega.
Ég er ótrúlega þakklát hvort sem ég ætti að þakka þér, lífsháttum mínum eða sterkum genum ❤ 🙂
Núna eykst þrek mitt og þol á hverjum degi, ég gat farið tvo daga í röð í ræktina í vikunni sem ég var löngu hætt að geta 🙂
Dansa og hleyp eins og vindurinn, þetta verður skemmtilegasta árið í lífinu mínu ….. 🙂
❤ takk, takk fyrir þig, love you“

Mannlíf sendir Guðnýju Maríu kærar batakveðjur!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -