Fimmtudagur 16. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Gunnar gerir upp andlát foreldra sinna: „Þá er gott að eiga vini“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn og handritshöfundurinn Gunnar Smári Jóhannesson sýnir um þessar mundir einleikinn Félagsskapur í Tjarnarbíó en í verkinu gerir Gunnar upp andlát foreldra sinna sem létust þegar hann var barn. 

„Í raun og veru fjallar þetta í grófum dráttum um félagskvíða sem ég upplifði eftir andlát foreldra minna í æsku,“ sagði Gunnar í viðtali á RÚV um verkið en það fjallar um Unnar sem vill ekki vera í kringum annað fólk og fer ekki út úr húsi.

„Maður vill bara vera heima hjá sjálfum sér, vera fastur í veröld sem maður er búinn að búa til úr einhverjum minningum,“ sagði Gunnar. „Þá er gott að eiga vini eins og Tómas sem dregur mann út og segir: „Nú skrifar þú leikrit. Þú finnur út úr þessum tilfinningum og setur það á svið,““ en Tómas Helgi Baldursson er leikstjóri verksins.

Húmorinn mikilvægur

„Hann missti foreldra sína ungur og missti ömmu sína og afa áður en hann varð 15 ára,“ sagði Tómas um Gunnar. „Ég sagði alltaf frá því mjög kómískt. Hann er mjög góður í að finna húmorinn í harminum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -