Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Gyða Valtýsdóttir heldur stórtónleika í Gamla bíói: „Snertir hlustandann á djúpstæðan hátt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gyða Valtýsdóttir tónskáld og Sellóleikari heldur stórtónleika í tilefni af útgáfu fjórðu sólóbreiðskífu hennar, OX í Gamla bíói þann 7. júlí klukkan 21:00.

Gyða Valtýsdóttir hefur komið víða við á tónlistarferlinum. Hún var einn af meðlimum hljómsveitarinnar múm og hefur auk þess iðkað klassíska tónlist frá barnsaldri. Hún lauk tveimur mastersgráðum í klassískum sellóleik og frjálsum spuna frá tónlistarskólanum í Basel, Sviss. Gyða hefur unnið með fjölmörgu listafólki, samið fyrir leikrit, dansverk, kvikmyndir og leikið inn á fjöldan allan af hljómplötum um allan heim.

Gyða og sellóið
Ljósmynd: Aðsend

Samkvæmt fréttatilkynningu tekst Gyðu, „líkt og á fyrri plötum sínum að skapa persónulegan hljóðheim sem brúar bil á milli tónlistastefna með einstökum hætti. Tónlist Gyðu snertir hlustandann á djúpstæðan hátt og hefur hún fengið einvala liði tónlistarfólks til að spila með sér.“

Þau sem spila með Gyðu eru þau Indré Jurgeleviciute á þverflautu og litháíska hörpu, Úlfur Hansson á hljóðgervil og bassa, Bert Cools á gítar, John McCowen á klarinet og Magnús Trygvason Eliassen á trommur en öll koma þau við sögu á nýrri plötu Gyðu.

Gyða Valtýsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2019 fyrir tónlistarflutning þar sem sköpunarkrafturinn brýst fram með afgerandi rödd, frumlegum hljóðfæraleik og miklum persónutöfrum eins og það var orðað.

Gyða er hörku sellóleikari
Ljósmynd: Aðsend

Í fréttatilkynningunni segir einnig: „Tónlistarflutningur Gyðu er einstaklega áhrifaríkur viðburður og einstök upplifun að heyra víðfeðman og undurfagran hljóðheim hennar í frumlegum lagasmíðum hennar og útsetningum.“

- Auglýsing -

Nýjasta plata Gyðu, OX fékk verðlaun fyrir upptökustjórn ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum, en hinar þrjár sólóplötur Gyðu hafa allar verið verðlaunaðar sem plötur ársins í opnum flokki.

Litháenska hljómsveitin Meropé mun stíga á svið á undan Gyðu að hita upp salinn, en tónlist þeirra er líka töfrum líkust, en byggir á samslætti nýrra tóna í bland við ævaforna litháenska þjóðlagatónlist eins og það er orðað í fréttatilkynningunni.

Hér er hægt að hlusta á nýjustu plötuna, OX.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -