Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Halle Berry deilir úr viskubrunni með aðdáendum: „Það tók mig þrjátíu ár að ná þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var viljandi einhleyp í fjögur ár,“ skrifar Hollywood-stjarnan Halle Berry í færslu á Instagram. Þar deilir hún atriðum sem vert er að hafa í huga þegar leitað er að elskhuga. „Það tók mig þrjátíu ár að ná þessu,“ segir Halle en útskýrir jafnframt að þetta hafi verið þau atriði sem hún hafi haft að leiðarljósi. Í færslunni segir:

Vertu einhleyp/ur þangað til:

Þér líður eins og það að vera ein/n sé jafnauðvelt og að anda.

Þú finnur einhvern sem er einlæg/ur og spilar ekki leiki. Einhvern sem vita hvað þeir vilja.

Þú finnur einhver sem „meikar sens“. Einhvern sem bara hefur veitt þér sálarfrið og hamingju.

Þú finnur einhvern sem fær þig aldrei til að líða óöruggri/um. Einhvern sem minnir þig daglega á einstakt virði þitt.

- Auglýsing -

Þú þarft ekki að minna einhvern á koma betur og/eða rétt fram við þig.

Þú finnur einhvern sem hlustar á þig og er tilbúin/n  að leggja á sig svo þér líði elskraðir/elskuðum.

Þú finnur einhvern sem litar hversdagslegu hlutina ævintýralegum tón. Einhvern sem léttir erfiðu stundirnar og aðstoðar.

- Auglýsing -

Þú finnur einhvern sem er meðvituð/meðvitaður um að ágreiningur er óneitanlegur hluti sambands. Veit að það sem þið deilið er meira virði en að hafa á réttu að standa.

Halle Berry er nú í sambandi með söngvaranum og tónlistarútgefandanum Van Hunt.

„Betra er seint en aldrei,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -