Þriðjudagur 18. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Hallgrímur samdi níðvísu um Jón Gunnarsson: „Bið alla hrúta og hrútavini afsökunar!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hallgrímur Helgason samdi níðvísu um Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Ekki voru allir hrifnir af uppátækinu.

Rithöfundurinn og listmálarinn Hallgrímur Helgason á það til að vera nokkuð pólitískur í skrifum en í gær benti Píratinn Björn Leví Gunnarsson á þá staðreynd að dómsmálaráðherra Íslands, Jón Gunnarsson ætti líkkistufyrirtæki án þess þó að skrá það í hagsmunaskrá Alþingis. Vakti þessi uppljóstrun þingmannsins reiði margra og þá kannski sérstaklega á vinstri vænginum. Í gær birti Hallgrímur nokkurs konar níðvísu um Jón ráðherra.

Ráðherrann minnir á heimskan hrút

sem helgar sig viðskiptalistum:
Fyrir hvert líf sem hann flytur út
hann flytur inn dauðann í kistum.

Vísan vakti mikla lukku fylgjenda Hallgríms á Facebook þó að nokkrum hafi fundist þetta ósmekklegt. Á meðan langflestir hrósuðu rithöfundinum fyrir vísuna voru það nokkrir sem voru ósáttir, þar á meðal Sigurður nokkur: „Ósköp eru nú þessi forystuumæli lákúruleg. Sæma ekki alvöru rithöfundi.“

Þegar einn lesandinn benti Hallgrími á að hrútar væru ekki allir heimskir svaraði hann að bragði: „ja sorry meðalhruturinn er gáfaðri en þessi illgjarni og treggáfaði ráðherra en hrúturinn er þarna rímsins vegna, bið alla hrúta og hrútavini afsökunar!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -