Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Hefðarfólk á hjólum styrkir krabbameinsrannsóknir: „Við erum ekki leðurklædd vélmenni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

The Distinguished Gentlemans Ride eða DGR (ísl: Hefðarfólk á Hjólum) fer fram í Reykjavík laugardaginn 25. maí í sjöunda sinn á Íslandi. DGR er alþjóðlegur viðburður þar sem mótorhjólafólk kemur saman, snyrtilega klætt, á klassískum mótorhjólum og mótorhjólum í klassískum stíl til að vekja athygli á heilsu karlmanna, þá sérstaklega geðheilsu og krabbameini í blöðruhálskirtli, og um leið safna áheitum sem renna til rannsókna á þessum málefnum á heimsvísu.

María Guðrún Sveinsdóttir er verslunarstjóri tískuvöruverslunarinar Companys í Kringlunni og hún er ein af fáum konum sem hefur tekið þá í Distinguished Gentlemans ride á hverju ári.

„Hver vill ekki styrkja rannsóknum á krabbameini hjá körlum og bættari geðheilsu“ segir María brosandi og heldur áfram:

„Þar veitir þeim ekki af smá stuðningi. En fyrir mig er þátttaka í DGR líka að beina athygli að mótorhjólamenningu og mótorhjólafólki í umferðinni. Í DGR fer maður úr hefðbundna öryggisgallanum og í snyrtileg fín föt, og fyrir utan hvað það er gaman að fórna sér fyrir málstaðinn og frjósa úr kulda einn lítinn hring um Reykjavík, þá finnst mér DGR líka sýna hvað fjölbreytileiki mótorhólafólks á Íslandi er mikill og að við erum ekki leðurklædd vélmenni“ segir hún og bætir við:

„Venjulega á mótorhólum er fólk dálítið andlitslaust með lokaðan hjálm. En við erum fólk sem notar mótorhjól sem farartæki og við erum viðkvæmari í umferðinni en fólk á öðrum farartækjum; við erum ekki með veltigrind – loftpúða og öryggisbelti, og það þarf lítið til að illa fari.“

María bætir því við að hún sé „búin að vera á mótorhjóli í nokkur ár og ég upplifi töluvert meiri dónaskap og að minni virðing sé borinn fyrir mér í umferðinni á mótorhjóli en þegar ég er á bíl. Á mótorhjóli tekst maður á við veður og vind ásamt því að vera í umferðinni. Þannig er ég meira meðvituð og skynja um leið og bílstjóri nálægt mér er ekki með fulla athygli á akstrinum. Bílstjórar þurfa kannski ekki að vera eins vakandi en þá er líka skrítið af hverju það er meira flautað á mig, keyrt í veg fyrir mig og jafnvel ekki skipt um akrein til að taka fram úr. Það má alveg biðla til bílstjóra að sýna okkur mótorhjólafólki meiri nærgætni.“

- Auglýsing -

Að lokum nefnir María að hún vilji fá fleiri konur með í hópinn:

„Mig langar að biðla til mótorhjólakvenna að koma og vera með okkur á næsta DGR sem verður á morgun; þá endum við í Hjartagarðinum um klukkan tvö, og þeir sem vilja geta komið og skoðað flott mótorhjól og prúðbúið mótorhjólafólk.“

Hægt er að skoða myndbönd á Tiktok eða Youtube frá DGR í öðrum löndum og sjá stemninguna og stílinn á liðinu.

- Auglýsing -

Hér er hægt að finna allar upplýsingar á facebook

https://www.facebook.com/hefdarfolkahjolum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -