Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Hera Björk þakklát þrátt fyrir tapið: „Höldum áfram að dreifa ást, jákvæðni og töfrum tónlistar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hera Björk Þórhallsdóttir er þakklát eftir að hafa fallið úr Eurovision söngvakeppninni á þriðjudaginn.

Söngkonan Hera Björk skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hún segist vera afar þakkláta, þratt fyrir að hafa ekki komist í úrslitin í þetta skiptið. Færsluna skrifaði hún á ensku enda á hún fjölmarga aðdáendur víða um heim.

„Svo þakklát fyrir þetta ótrúlega ferðalag!“ segir Hera Björk í upphafi færslunnar og talar svo um þá ást og þann stuðning sem hún hafi fundið fyrir.

„Þó að við komumst ekki í úrslitin í þetta skiptið, var ástin, stuðningurinn og krafturinn sem við fundum, ógleymanlegur. Það hefur verið draumur að tengjast ykkur öllum. Þakkir til míns ótrúlega teymis fyrir að búa til eitthvað sérstakt sem snerti hjörtu og lyfti okkur upp og ég er endalaust þakklát fyrir allan stuðninginn.“

Og Hera heldur áfram:

„Lagið mun lifa áfram í hjörtum þeirra sem fundu kraft þess. Þetta ferðalag hefur verið til vitnis um fegurð tónlistar og sameiningarkraftinn sem hún býr yfir. Höldum áfram að dreifa ást, jákvæðni og töfrum tónlistar hvert sem við förum! Með ást og þakkæti, ykkar einklæga, Hera Björk.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -