Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Hildur rifjar upp hefðir: „Skyldu þá stúlku sinna sveinum og gera þeim eitthvað til yndis“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auður Hildur Hákonardóttir fræðir lesendur um gamla siði í notalegri Facebook-færslu.

Myndvefarinn og rithöfundurinn Hildur Hákonardóttir skrifaði áhugaverða Facebook-færslu í gær sem vakti ánægju lesenda en þar fer hún yfir gamlar íslenskar hefðir sem venju samkvæmt eiga að fara fram um þessar mundir. Talar hún um Einmánuð, sem var að byrja, Heitdag og Yngissveinadag og hefðirnar í kringum þá.

Hér má lesa færsluna skemmtilegu:

„Einmánuður byrjar. Nafnið er skrýtið en þýðir líklega síðasti mánuður vetrar sbr. eindaga. Það er af nógu að taka því það er líka boðunardagur Maríu. Þennan dag flutti Gabríel erkiengill henni þau boð að hún skyldi barn fæða. Merkilegt að hann skuli ekki hafa verið útnefndur verndari þeirra sem þurfa tæknilega aðstoð við frjóvgun. Heitdagur er einnig nú og þá var siður að heita því að gefa til fátækra og loks Yngissveinadagur og skyldu þá stúlku sinna sveinum og gera þeim eitthvað til yndis. Þenna dag á að setja fram útsæðiskartöflur í spírun. Vorlaukarnir farnir að skjóta upp kollunum í Grasagarðinum og tunglið fyllti sig í gær. Og svo er hægt að raula „Lóan er komin“ á göngu sinni eða við rauða ljósið leiðinni í vinnuna og fara að litast um eftir spóanum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -