Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Hilmar Garðarsson gefur út ábreiðuplötu: „Hafði verið í miklu tjóni sökum kókaínfíknar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stöðfirðingurinn Hilmar Garðarsson gaf nýverið út plötuna Under The Influence þar sem hann syngur lög þeirra tónlistarmanna sem hafa haft hvað mest áhrif á hann í tónlistinni.

Hilmar Garðarsson er nú búsettur í sínum gamla heimabæ, Stöðvarfirði fyrir Austan eftir margra ára flakk en hann hefur búið í Reykjavík, á Egilsstöðum og í níu ár í Oulu í Finnlandi. Hefur hann verið viðriðinn tónlist ansi lengi, ýmist sem meðlimur í hljómsveit eða á sólóferli en hann var aðeins 16 ára gamall þegar hann var í sinni fyrstu hljómsveit.

Hilmar var að gefa út sína þriðju plötu fyrir ekki margt löngu en fyrri plötur hans, Pleased to leave you, sem kom út árið 2004 og White Lotus, sem kom út 2017 vöktu þó nokkra athygli en sú til dæmis hlaut fyrri platan fjórar stjörnur í plötugagnrýni í Morgunblaðinu á sínum tíma.

Mannlíf ræddi við Hilmar um nýju plötuna.

Hvernig plata er Under The Influence?

„Hún er ljúf kassagítarplata tekin upp læf á einum degi af Jónasi Björgvinssyni í hljóðverinu hans hljodver.is með lögum eftir mína áhrifavalda,“ svaraði Hilmar í skriflegu svari.

- Auglýsing -

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að gefa út ábreiðuplötu?

„Þegar að ég heyrði American plöturnar frá Johnny Cash fyrir mörgum árum kviknaði hugmyndin fyrst um að gera plötu með lögum eftir aðra, einn með kassagítarinn þar sem hægt er að ná skemmtilegri dýpt og annari nálgun með þessu formi. Ég hafði fengið styrk fyrir útgáfu á plötu sem ég var að fara í með eigið efni. En þar sem ég hafði verið í miklu tjóni sökum kókaínfíknar ákvað ég að fresta henni þar sem mér fannst ég verða að lagfæra sumt og semja aðeins meira efni til þess að hafa meira til þess að velja úr og þetta var niðurstaðan.“

Hvernig hafa viðbrögðin verið?

- Auglýsing -

„Bara virkilega góð og hafa komið mér á óvart þar sem ég hef ekkert verið að fylgja henni eftir.“

En var ekki erfitt að velja lög á plötuna?

„Já mjög erfitt. Ég kom með 12 lög sem ég hafði skorið niður úr 30 og þau enduðu sem níu.“

Hvað er svo framundan hjá þér?

„Ég mun verða með tónleika í haust til að fagna þessari plötu og jafnframt til þess að fagna 20 ára afmæli fyrstu plötunnar minnar Pleased to leave you svo er aldrei að vita nema maður taki nokkur gigg.“

En hyggurðu á frekari plötuútgáfu á næstunni? Jafnvel aðra ábreiðuplötu?

„Það er planið að klára plötuna sem ég hef verið að vinna með í nokkur ár með frumsömdu efni en svo langar mig að gera Under The Influence að seríu en nota mismunandi þema til dæmis að sú næsta yrði eingöngu með lögum eftir konur eða lög frá hljómsveitum og jafnvel að gera dúetta plötu en þetta verður tíminn að leiða í ljós. Þessi plata er eingöngu með lögum eftir sólólistamenn þannig að halda ólíku þema væri skemmtilegt.“

Hægt er að hlusta á hina stórgóðu plötu Under The Influence á Spotify.

Hér má hlusta á lag Nick Cave and the Bad Seeds Are You The One That I´ve Been Waiting for:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -