Þriðjudagur 7. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Íhugar að taka efni sitt af Spotify: „Áður fyrr gat maður selt diska til að ná upp í kostnað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Hilmar Garðarsson íhugar að taka plötur sínar af Spotify streymissveitunni.

Hilmar Garðarsson gefur út sína þriðju plötu eftir nokkrar vikur en veltir fyrir sér hvort hann eigi að sleppa því að setja hana á Spotify, því eftir að hafa greitt árgjald til að halda fyrri plötum sínum tveimur á streymisveitunni, kemur hann út í mínus.

„Platan mín Under The Influence er komin út. Á henni er ég að taka lög eftir aðra höfunda. Hún kemur á streymiveitur eftir 2 til 3 vikur en ég býð upp á niðurhal í fullum gæðum á 2000 kr. Endilega hafið samband og ég sendi ykkur link. Mig langar að vekja athygli ykkar á streymiveitunum en 2017 setti ég plötuna White Lotus sem var nýkomin út og plötuna Pleased to Leave You á allar helstu streymiveitur. Nokkrum árum síðar bætti ég við lögunum Aleinn Á Ný og Haustlag. Lögin hafa verið spiluð 6291 sinnum mest á Spotify en einhver góðhjartaður einstaklingur hefur keypt aðra hvora plötuna á Apple music á 9 usd. Heildar greiðsla á 7 ára tímabili til mín fyrir þetta er 33.28 usd en árgjaldið sem ég borga fyrir það að vera á streymiveitunum er 39.99 usd, á 7 árum er það 279.93usd eða tap uppá 246.65 usd auk þess bætast við 108 usd þar sem ég er að taka lög eftir aðra veit ekki hvort það er greitt einu sinni eða árlega.“ Þannig hefst Facebook-færsla Hilmars en hann tekur fram að hann sé ekki að „væla“, tímarnir séu bara breyttir.

„Áður fyrr gat maður selt diska til að ná uppí kostnað en tímarnir hafa breyst, vissulega er hægt að pressa vinyl en það er mjög dýrt langur biðtími og lítill markaður en ef að ég fengi nógu marga þá er það ekkert því til fyrirstöðu að gera það. En ég tek það fram að ég er ekki að væla ég veit að tímarnir hafa breyst en ég er ekki tilbúinn til þess að borga með mér til þess að músíkin mín sé aðgengileg, ég sá heildarhlustun og heildargreiðslu síðastliðið 7 ár áðan þegar að ég hlóð upp plötunni og sló þetta mig að sjá þetta, þar sem ég hef ekki pælt mikið í þessu.“

Að lokum segist Hilmar ætla að hugsa málið og jafnvel taka allt hans efni af streymisveitum selja niðurhal til áhugasamra.

„En svo kostar að gera plötu bæði peninga og vinnu. Þannig að ég ætla að hugsa málið aðeins og hugsanlega að taka allt mitt efni af streymiveitum og selja niðurhal fyrir þá sem hafa áhuga t.d með því að gera vefsíðu. En nú er ég búinn að vekja athygli á þessu en með því að segja upp Spotify og gerast áskrifandi af Tidal þá eruð þið strax að gera listamanninum greiða þar sem Tidal borgar artistum töluvert meira heldur en Spotify. En nú er ég búinn að vekja athygli á þessu. En að lokum langar mig að þakka Menningarstofu Fjarðabyggðar sem styrkti þetta verkefni um 150 þúsund, ég er þeim óendanlega þakklátur fyrir það.“

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má hlusta á smáskífuna Aleinn á ný sem Hilmar gaf út 2022.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -