Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Illugi velti fyrir sér skyldleika við fólk í iðnaðarmannabúð: „Eflaust var hann frændi minn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson reiknaði út að líklega hefðu um fimm manns í verslun sem hann fór í, verið skyldmenni hans, í gegnum formóður um sjötta hluta þjóðarinnar.

Hinn orðhagi rithöfundur og fjölmiðlamaður, Illugi Jökulsson skrifar oft skemmtilegar færslur á Facebook. Sú nýjasta er engin undantekning. Þar segir hann frá því að hann hafi farið í iðnaðarmannabúð þar sem inni voru 35 manns. Sagðist hann hafa hlegið innra með sér því miðað við tölfræðina, væru líkur á því að fimm manns þar inni væru skyldmenni hans í gegnum Sigríði Hjálmsdóttur, húsfreyju á Þverá í Skagafirði sem fæddist árið 1702 en hún á 60.167 afkomendur á lífi í dag, hvorki meira né minna. Færsluna skemmtilegu má lesa hér fyrir neðan:

„Áðan þurfti ég að fara út í búð að kaupa þéttull til að þétta ákveðinn stað hér í húsinu í kuldanum. Í tiltekinni iðnaðarmannabúð voru 35 menn inni; afgreiðslufólk, viðskiptavinir og ég. Þá hló mér hugur í brjósti þegar ég áttaði mig á því að eflaust væru fimm menn þarna inni eins og ég afkomendur Sigríðar Hjálmsdóttur (1702-1783) húsfreyju á Þverá í Skagafirði en andaðist í Þykkvabæ. Samkvæmt Íslendingabók á hún nefnilega 60.167 afkomendur á lífi en það fer nærri því að vera sjötti hluti þjóðarinnar. Og ég hugsaði með mér hvort ég ætti að efna til fundar þarna í búðinni og við sexmenningarnir gætum fengið okkur kaffi til að þakka Sigríði fyrir að hafa gengið að eiga Steingrím nokkurn Jónsson og síðan sofið hjá honum einmitt þegar hún gerði það, því annars værum við ekki þarna þrem öldum síðar, heldur einhverjir allt aðrir sex menn. En þá var kominn maður með þéttullina mína, svo ég fór bara. Eflaust var hann frændi minn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -