Föstudagur 12. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Íslendingum fjölgar ört á Tenerife: „Mun ekki líða á löngu uns þeir verða fleiri en á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir spáir því að bráðum búi fleiri Íslendingar á Tenerife en á Íslandi.

Húmoristinn og vélstjórinn Anna Kristjánsdóttir skrifar, eins og þjóðin veit, bráðskemmtilegar og athyglisverðar dagbókarfærslur á Facebook en það hefur hún gert síðan hún flutti til Tenerife-eyjar fyrir nokkrum árum. Í færslu dagsins er henni umhugað um þá fjölgun Íslendinga sem orðið hefur í Paradís, eins og hún kallar Tenerife.

„ „Nei, það er nítjándi í dag“ sagði kona á íslensku í símann þegar ég mætti henni á leið heim af Búkkanum í gærkvöldi. Ég kváði við, en áttaði mig svo á því að Guðrún Sigríks var þarna á ferð, ein af Íslendingunum sem eiga vetrardvöl á Tenerife.“ Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu en hún heldur áfram og kemur með skemmtilega framtíðarspá.

„Íslendingunum á Tenerife fer ört fjölgandi og mun ekki líða á löngu uns þeir verða fleiri en Íslendingar á Íslandi, voru kannski 100 fyrir Cóvið, en fóru þá niður í kannski 50. Þeir eru að minnsta kosti 300 í dag en vafalaust mun fleiri og fer fjölgandi. Með þessu á ég við þá sem búa hér að staðaldri eða hafa hér vetursetu, en ekki þá sem dvelja hér í örfáar vikur, en þeir skipta þúsundum.“

Anna segist skilja vinsældir Tenerife end sé þar gott að vera.

„Ég skil það mjög vel, enda gott að dvelja og búa á Tenerife.

- Auglýsing -

Eftir þurrt sunnudagskvöldið hittumst við nokkur á Búkkanum á mánudagskvöldi, ég, Kristján og Agga, síðar Guðmundur Ragnars fyrrum formaður VM og Sigrún kona hans, en síðan bættust aðrir Íslendingar í hópinn með Ólafi Hjálmars og Emilíu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -