Jón Gnarr er með frábæra hugmynd að sjónvarpsþætti og deildi hann henni með fylgjendum sínum á Twitter.
Grínistinn, rithöfundurinn og þáttastjórnandinn Jón Gnarr er með virkustu tvíturum landsins en tvítin hans vekja jafnan athygli. Í hans nýjustu færslu birti hann ljósmynd af sér í vinnugalla inni í einhvers konar geymslu að því er sýnist. Með honum er gullfallegur hvítur hundur. Og svo skrifaði hann hugmynd sína:
„ég er ágætur áhugasmiður og garðari, framúrskarandi þrífari með meirapróf og vinnuvélaréttindi og kann á fjölda verkfæra. skil ekki afhverju engum hefur dottið í hug að gera sjónvarpsþætti þar sem ég geri upp bóndabæ eða sumarbústað. yrði topp stöff.“

Ljósmynd: Twitter